Dagurinn 11. september

er merkisdagur fyrir margra hluta sakir.  Dagsetningin 11. september er á heimsvísu minnistæð eins og við vitum öll.  Svo maður líti sér nær verður þessi dagur alltaf  stórmerkur í veröld minnar fjölskyldu og það á jákvæðan hátt.  Dagur sem er partur af tilvist fjölskyldunnar.  Já (og nú kem ég mér að efninu) Wink dagurinn er nefnilega  fæðingardagur móður minnar.  Árið 1938 leit hún dagsins ljós, næst yngsta barn sinna foreldra.  Hún fæddist  í húsinu við Aðalstræti 33 hér í bæ.  Í litlu fallegu húsi sem stendur rétt ofan við bíóhúsið Skjaldborg.  Þetta litla hús lætur ekki mikið yfir sér þrátt fyrir að afi minn hafi byggt við það til að hafa sæmilegt rými um sína sex manna fjölskyldu.  Það er bara lítið á nútíma mælikvarða.   Þetta litla hús geymir stóra sögu og líflega, sögu ömmu og afa, barnahópsins, þeirra afkomenda og fleira fólks.   Allan sinn búskap bjuggu þau á sama stað, í þessu litla húsi við Aðalstræti 33. 

Allt sem tengist húsinu er í minningu minni baðað sérstökum ljóma.

En þessi færsla mín átti  upphaflega ekki að verða um æskuheimili móður minnar heldur ekki síðri efnivið bloggfærslunnar, nefnilega hana sjálfa.

Já í dag eru sem sagt  sjötíu ár síðan hún móðir mín fæddist og fögnum við því að sjálfsögðu með henni fjölskylda og vinir. 

Hún telst frekar hæglát kona hún Hrönn,  ósérhlífin, nægjusöm, hjartahlý, gestrisin og útsjónarsöm að ég tali nú ekki um forkur í öllu föndri og handavinnu.  Ég get hlaðið hana lofi en hef ekki alltaf gert það Blush  Okkur samdi ekki á ákveðnu tímabili eins og vill nú gerast á bestu bæjum. Enda vandfundin alveg 100 % hnökralaus samskipti hjá fólki svona almennt. Þegar maður eldist, þroskast og fer að hafa vit á því sem skiptir máli í lífinu þá áttar maður sig betur á hve lánsamur maður er og kann betur að meta ýmislegt.   Mín móðir hefur alltaf verið til staðar bæði fyrir mig og aðra.   Barnabörnin hafa laðast að ömmu sinni og ekki síður afa á meðan hans naut við.  Krakkarnir hafa  fengið; lesið fyrir sig, sungið fyrir sig,  eldað fyrir sig, dansað við sig, gert við tásugöt á sokkum fyrir sig, vettlinga á sig, nebbum snýtt,  allur pakkinn afgreiddur af ástúð og hlýju.  Já listinn gæti verið margfalt  lengri.  

Nú er þessi sjötuga kona nýkomin heim úr ferðalagi um sunnanverða Evrópu og það má segja að s.l þrjú ár hafi hún ásamt "heldri" borgurum héðan lagt Evrópu að fótum sér.  Þar er hún að láta gamlan draum rætast, hefur ekki ferðast út fyrir landsteinana að heita má fyrr en þessi síðari ár.  Henni mun vonandi auðnast  heilsa og kraftur til frekari ferðalaga en þau eru hennar líf og yndi. 

Ég er nú ekki viss um að afmælisbarnið sjötuga lesi þetta en mér finnst  bara tilheyra á þessum degi  að tileinka henni eins og eina færslu í þessu bloggbrölti mínu.  Manneskjan sem er ekki gefin fyrir lofræður af þessu tagi mun hugsanlega verða ómöguleg frétti hún af þessu en mér fannst bara í svo góðu lagi að monta mig aðeins af henni. 

Að lokum til hamingju með daginn mamma mín og takk fyrir allt.

Svo er það hitt afmælisbarnið í fjölskyldunni - Regína Hrönn, þú færð að sjálfsögðu líka þínar hamingjuóskir í tilefni dagsins ykkar ömmu þinnar. Gangi þér allt í haginn mín kæra.

Rauðar rósir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rosalega fallegt hjá þér:) til hamingju með hana mömmu þína:=) sjáumst á morgun:* knús knús

Þórunn B (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:06

2 identicon

Innilegar hamingju óskir til mömmu þinnar og Reginu. Bestu kveðjur í bæinn.

Ruth (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:24

3 identicon

 Innilegar hamingjuóskir til ykkar í tilefni dagsins, megi framtíðin verða rík af hamingju, gleði og hreysti.  Mömmur eru jú alltaf mömmur og eru til staðar hvernig svo sem allt er og eins og þú segir þá eru engin samskipti 100% hnökralaus.......við erum jú alltaf þarna einhvers staðar.

Bestu kveðjur,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 09:57

4 identicon

Til hamingju með með hana mömmu þína.

Kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 10:18

5 Smámynd: Anna

Takk fyrir þetta allar saman

Anna, 12.9.2008 kl. 08:11

6 identicon

Sæl elskuleg.

Hjartans kveðjur til móður þinnar í tilefni dagsins í gær.

Megi henni auðnast að halda lífsgleði og góðri heilsu sem lengst og njóta af alúð. 

Kveðja frá ferðafélaga.

Jenta (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Anna

Takk Jenta ég skila þessu. Hún naut afmælisdagsins.

Anna, 14.9.2008 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband