Kirkukór Patreksfjarðarkirkju er góður.

Ég telst nú ekki sérlega kirkjurækin manneskja en nú á tiltölulega stuttum tíma hef ég farið í tvær athafnir hér í Patreksfjarðarkirkju og hlýtt á söng kirkjukórsins.  Í þorpum af þessari stærðargráðu eru oft frekar  fámennir kirkjukórar.  Því verður skarð í kórnum þegar fólk fer í sumarfrí eins og eðlilegt er. Í fyrri athöfninni sem ég fór í var kórinn ekki fullmannaður en allt gekk mjög vel þrátt fyrir það.  Þá sungu m.a fjórir karlmenn fallegan sálm sem mér virtist nú ekki sérlega auðveldur en þeir gerðu þetta vel. Fjöldi söngradda táknar auðvitað ekki alltaf gæði en óneitanlega meiri styrk og fyllingu vil ég meina án þess að vera spesíalisti í söng.   Nú á föstudaginn var fór ég svo í aðra athöfn og hvergi bar skugga á söng kórsins.   Söngur þessa sálms við texta Davíðs Stefánssonar var fallegur.  Hér er eitt af erindunum:

Ég fell að fótum þínum,

og faðma lífsins tré.

Með innri augum mínum 

og undur mikil sé.

Þú stýrir vorsins veldi

og verndar hverja rós.

Frá þínum ástareldi

fá allir heimar ljós. 

Já kirkjukórinn hér í Patreksfjarðarkirkju er bara virkilega góður kór það verður ekkert annað sagt og þegar fjölskyldur þurfa að nýta sér þjónustu kirkjunnar er ómetanlegt að hafa aðgengi að góðum söng sem sunginn er í sjálfboðnu starfi.  Það ber að þakka það sem vel er gert og það getum við óhikað gert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband