Merk tímamót - til hamingju.

Ég óska Bolvíkingum og öðrum til hamingju með að langþráður draumur skuli orðinn að veruleika, byrjað að sprengja göngin milli Hnífsdals og Bolungarvíkur.   Ég óska þeim sérstaklega til hamingju sem ekki hafa látið deigan síga í baráttunni fyrir því að fá öruggari samgöngur á þessa leið. 

Í ársbyrjun 2005 þurfti ég að dvelja á Ísafirði í vinnutengdum tilgangi.  Á þeim tíma sigldi skipið "Jaxlinn" frá Hafnarfriði og vestur um með vörur.  Ég fór í þetta skip í Tálknafirði og í land á Þingeyri.  Þaðan fór ég svo í bíl til Ísafjarðar.  Veðrið var ekkert sérstakt og heiðar ófærar hér á milli.  Þetta var auðvitað ekkert farþegarskip en ég hafði það fínt þarna, var boðinn góður matur, kíkti í blöð og var svo uppi í brú og fannst gaman að sjá strandlengjuna á meðan siglt var hjá.   En nóg um það, þessi ferðasaga er nú bara hliðarspor í frásögninni og þó ekki......kannski ofurlítið sýnishorn af þeim leiðum sem notaðar hafa verið til að komast á milli staða hér. 

En í þessu vinnuferðalagi mínu  þurfti ég  sömuleiðis að skjótast út í Bolungarvík og eyða þar parti af ferðinni.  Ég er alltaf hrædd að fara Óshlíðina, ég hef t.d  séð stórt gat í lofti eins vegskálans eftir stærðar grjót sem lenti á honum stuttu áður en ég fór þar um, það varð nú ekki beint til að róa mann. Mér varð hugsað til þeirra sem fara þetta oft á dag. Akkúrat á meðan ég var stödd þarna í Bolungarvík var á ferðinni undirskriftarllisti með áskorun til stjórnvalda um að hefja gerð þessara ganga. Gott framtak og sýnir einarðan vilja og kraft íbúanna.

Þetta snýst auðvitað um öryggi fyrst og fremst að fá þessi göng.  Sömuleiðis göngin sem ég vil hér á milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.  Nú ryðjast fram greinarnar um vegamálin á Vestfjörðum í fjölmiðlum og hér er ein skrifuð af Þorsteini Jónssyni lækni á Ísafirði.  Hann kemur vel inná þátt öryggis í samgöngum.  Fínasta grein.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.