Er þörf á þessu ?
3.9.2008 | 20:44
Ég skil ekki tilganginn í þessum tíðu fréttum bb.is af mannfjölda og fækkun hér á svæðinu. Þessi frétt var birt fyrir stuttu og nú var það þetta. Eins og ég hef áður sagt er í lagi að birta þetta til að upplýsa fólk um stöðu mála á ákveðnum tímamótum en ekki svona ört. Kannski fæ ég einhverntíma að vita hver tilgangurinn er en ég allavega kem ekki auga á hann í fljótu bragði, þetta eru engar nýjar fréttir. Við breytum stöðunni hvort eð er ekkert si svona. Ráðamenn eiga að vita nákvæmlega um gang mála, nema að þetta sé talið gott ráð til að vekja einhverja, hver veit.
Æi.......maður á ekki að velta sér of mikið upp úr hlutunum. Ég er farin út í góða veðrið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.