Notalegheit.
29.8.2008 | 20:59
Á föstudagskvöldi þegar regnið lemur gluggana, það hvín í trjánum og sjórinn ólmast á firðinum þá er notalegt að hjúfra sig undir teppi. Kveikja á kertaljósum og eiga rólega stund, hlusta á góða músík eða bara horfa á mynd. Jafnvel með góðan súkkulaðibolla innan seilingar - ekki svo galið.
Uppskrift fyrir tvo:Chili-kryddað súkkulaði
1 og 2/3 bollar mjólk
1/2 vanillustöng, klofin eftir endilöngu
1 rauður chili-pipar klofinn og fræhreinsaður
1 kanilstöng
45 gr. súkkulaði
Setjið vanillustöng, kanilstöng og chilipipar út í mjólkina og hitið í potti á lágum hita. Brytjið niður súkkulaði og bræðið í mjólkinni. Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur. Sigtið svo kryddið frá. Þeir sem ekki vilja eldsterkt geta minnkað magnið af chilipiparnum. Ofangreinda uppskrift rakst ég á í Fréttablaðinu fyrir ekki löngu síðan og leist vel á.
Sé fólk ekki í stuði fyrir þetta "flókna" súkkulaðigerð má líka gera bara venjulegt súkkulaði og bæta örlitlu chili dufti útí. Annars er súkkulaði alltaf súkkulaði og fínt uppá gamla mátann
Athugasemdir
Þarf að prufa þetta,chilli er ekki beint mitt uppáhald.
Guðjón H Finnbogason, 30.8.2008 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.