Notalegheit.

Á föstudagskvöldi þegar regnið lemur gluggana, það hvín í trjánum og sjórinn ólmast á firðinum  þá er notalegt að hjúfra sig undir teppi.  Kveikja á kertaljósum og eiga rólega stund,  hlusta á góða músík eða bara horfa á mynd.   Jafnvel með góðan súkkulaðibolla innan seilingar - ekki svo galið.

Súkkulaði
 Uppskrift fyrir tvo:

Chili-kryddað súkkulaði

1 og 2/3 bollar mjólk

1/2  vanillustöng, klofin eftir endilöngu

1 rauður chili-pipar klofinn og fræhreinsaður

1 kanilstöng

45 gr. súkkulaði

Setjið vanillustöng, kanilstöng og chilipipar út í mjólkina og hitið í potti á lágum hita.  Brytjið niður súkkulaði og bræðið í mjólkinni.  Slökkvið undir og látið standa í nokkrar mínútur. Sigtið svo kryddið frá.  Þeir sem ekki vilja eldsterkt geta minnkað magnið af chilipiparnum. Ofangreinda uppskrift rakst ég á í Fréttablaðinu fyrir ekki löngu síðan og leist vel á.

Sé fólk ekki í stuði fyrir þetta "flókna" súkkulaðigerð má líka gera bara venjulegt súkkulaði og bæta örlitlu  chili dufti útí.   Annars er súkkulaði alltaf súkkulaði og fínt uppá gamla mátann Wink

Kertaljós

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þarf að prufa þetta,chilli er ekki beint mitt uppáhald.

Guðjón H Finnbogason, 30.8.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband