Glæsilegt !
22.8.2008 | 19:43
Til hamingju öll. Stórkostlegur leikur hjá þessum frábæru íþróttamönnum okkar. Af því að ég fæ klukkutíma matarhlé og það var frá 12:30-13:30 þá náði ég að horfa á gott brot af leiknum. Á leið í vinnu sá ég svo að dyrnar á Skjaldborginni okkar stóðu opnar uppá gátt og þétt raðað af bílum það fyrir utan. Þangað gátu allir komið til að horfa á leikinn. Ég talaði við móður mína sem er stödd á Ítalíu í ferð eldri borgara og þar hafði hópurinn fengið frengir af úrslitum með beinu símasambandi, já hvarvetna fylgjast ungir og aldnir Íslendingar með sínum mönnum enda auðvelt í dag.
Svo krossum við bara fingur og sendum strákunum okkar bestu óskir á sunnudagsmorguninn.
Þið eruð stórkostlegir
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.