Vandlifað í henni veröld ;-)
16.8.2008 | 10:39
Hvað skiptir okkur máli hvort eitthvað svona gerist í Brighton eða hvar sem er. Skyldi fréttin um hávaðasama fólkið í Kópavoginum hérna um árið hafa ratað í fréttir í nágrannalöndunum ? Mér finnst það nú ólíklegt. Ætli það hafi ekki bara verið hér á landi sem hlegið var að þessu og gert grín að því í Spaugstofunni ef ég man rétt. Í þessari frétt frá Brighton segir talsmaður bæjaryfirvalda að kjarni málsins sé sá að fólk eigi að geta lifað eðlilegu lífi án truflunar frá nágrönnum. Það hlýtur að vera erfitt að dæma um hvað telst eðlilegt í svona málum ? Er ekki málið að bæjarapparatið og húsbyggjendur almennt eiga að einangra íbúðirnar nógu vel til að fólk geti lifað þokkalega eðlilegu lífi ?
Mér var sögð þessi saga fyrir einhverju síðan af skemmtilega pínlegu dæmi. Fyrir löngu síðan leigði fólk sem komið var af léttasta skeiði blokkaríbúð. Kvöld eitt sátu þau með gestum yfir kaffibolla í stofunni. Allt voða settlegt. Af efri hæðinni mátti heyra að fjör var að færast í leik roskinna hjóna sem þar bjuggu. Því breyttist molasopinn á neðri hæðinni skyndilega í kaffi og með'ðí í orðsins fyllstu. Varð dálítið vandræðalegt en fólk fór svo bara að tygja sig heim, kannski fyrr en ella.
Eins eru nú margþekktar pissubunur sem heyrast á milli hæða í blokkum í gegnum tíðina. En hvort sem það eru pissubunuhljóð eða önnur hljóð þá er fólk nú svona almennt ekkert að kippa sér upp við svona hljóð hvað þá tala um þau.
En að öllu gamni slepptu þá er nú þessi frétt frá Brighton líklega orðin frétt vegna nálgunarbannsins og verið að fjalla um eitthvað ofurfrjálslegt og yfirgengilegt dæmi sem er til verulegra vandræða.
Það er stundum vandlifað í henni veröld
Bannað að heimsækja kærustuna vegna hávaðakynlífs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt sinn bjuggum við í blokkaríbúð, hæðir fyrir neðan og ein fyrir ofan. Það virtist viðtekin venja hjá fólkinu ofan við okkur að vera á randi um nætur og að sjálfsögðu að pissa líka. Þegar íbúarnir fluttu og í staðinn kom fólk með svefnvenjur líkari venjum annarra íbúa hússins, sagði konan mín eitt sinn: „ég ætlaði bara ekki að geta sofið í nótt, því að mig vantaði hlandbunu húsbóndans uppi". Mér þótti undarlegt að hún vissi hver átti bununa, en hún útskýrði það á þá leið, að fallhæð bunu húsbóndans, sem var hátt í tveir metrar á hæð, væri auðvitað allt önnur en 9 ára sonarins. Jaaá, í þetta hafði ég ekki spáð. Nú hlusta ég stoltari en áður á mína eigin bunu.
núll (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 14:32
Lengd hlandbunu getur verið allaveganna;
Einu sinni voru tveir negrar að ganga eftir Golden Gate brúnni í San Fransiskó. Allt í einu segir annar negrinn við hinn: "Heyrðu! Mér er mál að pissa. Ég ætla yfir brúna hinumegin að pissa." Þá sagði hinn: "Það er góð hugmynd. Ég þarf líka að pissa og ég ætla þá að pissa hérna megin."
Stuttu seinna heyrist annar negrinn segja: "OOOOHHHHHHHaaaaaa!" Og hinn segir: "AAAAAAÚÚÚÚhhhhhhh!"
"Hvað er að gerast hjá þér?" segir þá annar negrinn. Hinn svarar: "Rosalega er vatnið kalt!!!" Þá segir sá er spurði fyrst: "Já, ekkert smá kalt! og líka svaka djúpt niður í botn!!!!!"
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.