Hátíđahöld.

Ólafsvaka, ţjóđhátíđ ţeirra Fćreyinga var fjölmenn og greinilega margir sem sćkja ţá heim í tilefni hátíđarinnar.  Dagana  28. og 29. júlí bar í ár  upp á mánu-og ţriđjudag en  fólk var ađeins komiđ í hátíđargírinn á helginni.  Veđriđ var gott en ţó nokkur  ţoka eins og algengt er á ţessum tíma.  Bryggjudansleikur var haldinn og fjölmenni fram á nótt í miđbć Ţórshafnar. Fólk sat í smábátum sem hafđi veriđ bakkađ ađ smábátabryggjunni ţar sem ţeir lágu svo ţétt hver viđ annan(bryggjan beint fram af torginu viđ hús Sosialsins).  Í einhverjum bátum var spilađ á hljóđfćri.  Slatti af fólki á klúbbnum Glitni sem er vođa vinsćll stađur og ţar var lifandi músík og mikiđ dansađ, eins í Havnarklúbbnum sem er í sama húsi og skemmtistađurinn Eclypse en hann  er meira fyrir yngra fólkiđ.  Á mánudeginum gengu fulltrúar íţróttafélaga fylktu liđi til hátíđarsetningar fyrir framan Lögţingshúsiđ.  Rík hefđ er fyrir kappróđri og var fjölmenni ađ hvetja sitt fólk síđar ţennan dag í róđrinum. Hvarvetna mátti sjá bćđi börn og fullorđna í ţjóđbúningum  sem eru mjög svo fallegir.  Á ţriđjudeginum er ţađ svo  kórsöngur, rćđuhöld og fl. Hugsanlega  hátíđlegri dagur en ég fór snemma á ţriđjudagsmorgninum til Suđureyjarinnar og sá ţví ekki hvađ fram fór á Ólafsvökunni ţann daginn.  Ég upplifđi ekki hinn eiginlega Fćreyska dans ţađ bíđur bara nćstu ferđar.  Í einni af veislum ferđarinnar var borinn fyrir okkur ţjóđlegur matur, skerpukjöt sem mér var sagt ađ vćri ćttađ af bústofni ţess sem heldur fé á Stóra Dímon, viđ fengum sömuleiđis  ţurrkađa grind og spik.  Međ ţessu voru bornar kartöflur, tvćr tegundir af salötum og brauđ.  Mér var bent á ađ best vćri ađ borđa grindina međ kartöflum og bita af spiki.  Mér fannst grindin góđ en spikiđ mátti missa sig.  Skerpukjötiđ hef ég smakkađ áđur og má segja ađ ţađ sé pínulítiđ mörbragđ af ţví en ég gat alveg borđađ ţađ enda vön Vestfirska mörnum međ ţverskornu ýsunni Wink(ađ vísu sjaldgćft á borđum í dag).  Annars var ţetta fallega fram borinn matur og gott međlćti.  Skolađ niđur međ snafsi, Fćreyskum gull og/eđa vatni allt eftir smekk hvers og eins.

Ţjóđleg músík hljómađi víđa og sannkölluđ gleđi ríkti á Ólafsvökunni. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.