Óvænt !
4.8.2008 | 23:22
Föstudaginn 25. júlí í fyrstu viku sumarfrís reiknaði ég ekki með öðru en að dagurinn yrði öðrum líkur þá. En það varð aldeilis ekki svo. Ég fékk símtal í hádeginu, örstuttan umhugsunarfrest og var skömmu síðar lögð af stað keyrandi suður á Reykjavíkurflugvöll, náði Færeyjavélinni og var komin til Þórshafnar fyrr en varði. Já það var heldur betur óvæntur en skemmtilegur vinkill sem sumarfríið mitt tók. Var að lenda í kvöld hér í Reykjavík eftir vel lukkaða ferð hjá frændum vorum Færeyingum sem eru svo sannarlega "gestablíðir" með afbrigðum.
Athugasemdir
Takk fyrir velheppnaða ferð , æðislegur ferðafélagi:)
Þórunn (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 19:10
Anna mín, svona á að hafa það......þetta er mér mjög að skapi og framkvæmdi oft í den á þennan hátt, það er nefnilega ofseint að hætta við þegar maður er lagður af stað og ekki gott að velkjast lengi í vafa um hvort eigi eða eigi ekki. Fylgir sennilega afmælisdeginum.
Njóttu lífsins sem best.
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 22:46
Takk takk
Anna, 7.8.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.