Heppin.

Það eru ekki allir sem fá einkatónleika eins og ég fékk á dögunum, það meira að segja á heimilinu. Er reyndar svo heppin að það er nokkuð oft sem þetta gerist.  Eins og ég hef áður sagt þá er ég að læra að meta Bubba með árunum af áhuga sonarins og einstaka lag frá honum heillar.  Nú voru það lög eins og Sól að morgni og Svartur afgan svo svo eitthvað sé nefnt - svo  er auðvitað fleira á efnisskránni hjá gítaristanum eins og Hotel California fyrir Eagles aðdáandann og þá klikka hlutirnir nú ekkert Grin

Guðmundur Viðar
Svo til sjálfmenntaður en flinkur og mikið hógværari með kunnáttuna en móðirin Halo
Nýr diskur hefur bæst við í músíksafnið - það nýjasta með Hanus G. Johansen - diskur sem heitir Gaman og Álvara.  Þessi listamaður er þekktur víða á Norðurlöndunum  en fæddur í Klakksvík.  Lögin á þessum disk eru öll eftir Hanus en við ljóð Poul F. Joensen (1989 - 1970).
Hver veit nema að ég verði farin að heyra lög af þessum diski spiluð heima hjá mér á næstunni Smile
Það er ekki mikið að finna á Youtube með þessum músíkant en HÉR er smá sýnishorn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.