Alvöru ljóđ ;-) og örlítiđ meira.

Ég vaknađi snemma.

Mitt í morgunsári

mćtast nótt og dagur.

Hlćr í vorsins heiđi

himinnbláminn fagur.

 

Einn er ég á erli

uni niđur viđ sjóinn.

Blćjalogn - og bátur

burtu sérhver róinn.

 

Litlar bláar bárur

brotna upp viđ steina.

Ćđur fleytir ungum

inn á milli hleina.

 

Ennţá man ég eftir

ćskubjörtum stundum,

á kolaveiđakćnum

krakkarnir viđ undum.

 

Bárum viđ í búiđ

býsna margan dráttinn,

fórum árla á fćtur

fengumst seint í háttinn.

 

Fólkiđ bregđur blundi

byrjar starfa nýja.

Senn mun ţögnin ţoka

ţarna flýgur kría.

 

Í gamla Kaupfélagshúsinu hér á Patreksfirđi hefur veriđ sett upp sýning tileinkuđ listamönnum ćttuđum frá eđa tengdum  Patreksfirđi.  Á međal ţessara listamanna má nefna Jón úr Vör sem fćddist á Patreksfirđi áriđ 1917.  Hann er höfundur ofangreinds ljóđs "Ég vaknađi snemma" .  Ljóđum hans eru gerđ nokkur skil á sýningunni.   Ágćtissýning og lofsvert framtak hjá ađstandendum hennar.  

Ég hef ţessa dagana haft ţađ á tilfinningunni  ađ  fjöldi ferđafólks hljóti ađ hafa aukist hér á svćđinu í sumar.  Ţađ er  ferđafólk allsstađar og  alla daga sem er auđvitađ bara hiđ allra besta mál.   Ţađ verđur gaman ađ sjá hvort ţetta hugbođ mitt reynist rétt ţegar tölur um fjölda liggja fyrir frá  hlutađeigandi ađilum. Vonandi ađ ţćr tölur verđi okkur hliđhollari heldur en fólksfćkkunartölurnar sem eru fyrir löngu farnar ađ stinga verulega í augun en ţađ er nú önnur saga.  

Eigiđ góđan dag Smile            


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband