Flókalundur - yndislegur staður.

Flestir sem hafa komið á Vestfirðina sunnanverða vita um Hótel Flókalund.  Ofursætt sveitahótel staðsett á fögrum stað með ómótstæðilegt útsýni yfir Breiðafjörðinn og innanverða Barðaströndina.  Þarna hefur verið hótelrekstur  til fjölda ára en eigendaskipti hafa orðið í gegnum árin eins og gengur.  Hér í denn þegar  vegir voru aðeins torfærari en þeir eru í dag var kærkomið fyrir litla bílveika stelpuskottið þegar foreldrarnir ákváðu  að stoppa hjá Palla Ágústar og Hebu sem þá ráku staðinn.  Ekki spillti nú að Palli var ástsæll kennari okkar krakkanna og við þekktum hann því vel.   Í dag reka staðinn tvenn hjón og það af myndarskap.  Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu og það allt hið snyrtilegasta.  Flott tjaldstæði og fl.  Umhverfið er kjarrivaxið og góðar gönguleiðir í nágrenninu.  Rétt  handan árinnar Pennu sem rennur rétt við Hótelið er sumarhúsabyggð og sundlaug þar hjá, sem opin er alla daga að því er ég best veit.  Já ég er endalaust hugfangin af mínum heimahögum og þetta er ein af perlunum sem maður getur endalaust dásamað. Smile

Ég hvet áhugasama að skoða allt um hótel Flókalund hérna á heimasíðu hótelsins.

Hótel Flókalundur
Myndin er fengin af heimasíðu Hótels Flókalundar.

 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.