Rödd frá liđnum tíma.
16.7.2008 | 01:48
Ţađ er misjafnt hversu frćndrćkiđ fólk er. Fjölskyldur eru mis nánar eins og gengur. Hér á árum áđur átti fólk kannski frekar á hćttu ađ missa samband ef ţađ ólst upp í stórum systkinahópi og breytt aldursbil hluta hópsins var til stađar. Fyrirvinnan fallin frá og ţeir elstu fóru snemma ađ heiman. Landfrćđilegar fjarlćgđir međ tilheyrandi strjálum samgöngum voru líka samskiptahamlandi. Allt ţó misjafnt eftir ađstćđum fólks eins og gengur. Hluti framangreinds er hugsanleg skýring á ţróun samskipta í minni föđurfjölskyldu - ég skal ekki segja.
Ég kom viđ hjá öldruđum frćnda mínum einu sinni sem oftar. Ţessum frćnda sem ég ţekki mjög vel, var sérlega umhugađ um ađ leyfa mér ađ heyra mjög gamalt útvarpsviđtal sem hann átti á segulbandsspólu. Ég sat í hlýlegu sjónvarpsherberginu ţar sem konan hans sat og prjónađi og ţarna setti hann spóluna í tćkiđ og viđ hlustuđum.
Viđtaliđ sem um rćđir var í ţćtti á RUV á sínum tíma og ţar er spjallađ viđ afabróđur minn sem í daglegu tali var kallađur Jón Skraddari og bjó á Ísafirđi. Hann var fćddur seint á nítjándu öld og er ţví löngu dáinn. Ég hafđi oft heyrt minnst á Jón Skraddara og komiđ í Skrúđgarđinn á Ísafirđi sem hann átti veg og vanda af ađ gera ásamt konu sinni. Ég vissi svo sem ekki mikiđ um manninn.
Sonur minn var svo nýlega ađ koma úr heimsókn til frćndans sem átti viđtaliđ á segulbandsspólunni og dró ţađ hér upp í kvöld og viđ hlustuđum í rólegheitunum á Jón Skraddara segja frá.
Hann hefur veriđ glettinn og skemmtilegur karl Jón Jónsson Skraddari. Sagđi skemmtilega frá bćđi afa sínum Sighvati Borgfirđingi sem var sískrifandi, hvalaföngurum í Dýrafirđi, sex ára veru sinni í Englandi ţar sem hann vann viđ iđn sína, svo fátt eitt sé taliđ. Jón hafđi veriđ rekinn úr Verkalýđsfélaginu á Ísafirđi á sínum tíma , hann ţótti of róttćkur. Hann hafđi unniđ hjá bćjarfélaginu og vissi manna best um legu holrćsakerfisins í bćnum og var leitađ til hans ef eitthvađ kom uppá međ ţađ. Svo var ţađ auđvitađ garđyrkjan sem átti hug hans allan.
Ţađ var dálítiđ sérstakt en notalegt ađ gefa sér tíma til ađ hlusta á ţetta gamla viđtal viđ aldinn genginn frćnda. Glettnisleg röddin og sumt í málfarinu minnti okkur óneitanlega á ţann, sem svo lengi hafđi varđveitt ţetta viđtal á spólunni eins og gullmola sem ţađ vissulega er.
Já ţađ er stundum margt líkt međ skyldum.
Athugasemdir
Alveg óvart datt ég inn hjá ţér.
Skemmtileg lesning ađ vanda.
Skil ţig vel, ađdáun mín á liđnum kynslóđum er takmarkalaus.
Slíkir gullmolar sem ţú lýsir ţarna eru ómetanlegir fyrir okkur nútímafólk sem erum annars allt of upptekin viđ ađ eiga í einhverjum tilbúnum erfiđleikum til ađ njóta okkar bćđi til líkama og sálar.
Ţađ voru engir kjánar sem mölvuđu grýlukertin undan súđinni, og ornuđu sálinni viđ húslestra og rímnakveđskap.
Ó nei !
Ţú ert dásamleg.
Jenta (IP-tala skráđ) 17.7.2008 kl. 12:24
Algjörlega ađdáunarvert og oft óskiljanlegt hvernig fólki hreinlega tókst ađ lifa af. En takk fyrir fallega orđađ comment
Anna, 20.7.2008 kl. 11:12
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.