Ég fékk mér gott kaffi.
10.7.2008 | 19:01
Ótrúlega notalegt að fá sér kaffi eftir vinnu á kaffihúsi. Skoða blöð og tímarit, spjalla um allt og ekkert. Á þessu kaffihúsi og verðandi safni er hægt að koma með bók og fá aðra heim með sér í staðinn. Já eða kaupa sér eina á 200,- afrakstur bókasölunnar fer í bauk en rennur svo til góðs málefnis.
Skemmtileg hugmynd.
Þetta er í Sjóræningjahúsinu einum af þremur stöðum í bænum þar sem hægt er að setjast inn og kaupa sér gott kaffi.
Athugasemdir
Það er öruggt mál að ég mæti þarna þegar og ef ég skýst vestur í fríinu - sem byrjar bráðum. Það er svo gaman að fara á kaffihúsarölt.
Bestu kveðjur,
Sólveig.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 20:14
:) æðislega kósý, við förum á kaffihusið þegar ég kem;)
Þórunn Berg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 11:18
Um að gera Sólveig. Skrýtið að sjá gömlu Smiðjuna í nýju hlutverki. En við sjáumst kannski.
Anna, 13.7.2008 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.