Ég elska þig Stormur

Þetta finnst mér einn fallegasti bókartitillinn. Á eftir að lesa þessa ævisögu en ætla mér að gera það í nánustu framtíð.  Í kvöld þegar þokan liggur hér með fjöllum dettur manni orðið stormur í hug þó ég kjósi hann ekki til að feykja burt þokunni. Langt í frá.     Ljóðið Stormur er kraftmikið og  fagurt.

 

Stormur

Ég elska þig Stormur sem geysar um grund

og gleðiþyt vekur í blaðsterkum lund,

en gráfeysknu kvistina bugar og brýtur

og bjarkirnar treystir um leið og þú þýtur.

 

Þú skefur burt fannir frá foldu og hól,

þú feykir burt skýjum frá ylbjartri sól,

og neistann upp blæs þú og bálar upp loga

og bryddir með glitskrúði úthöf og voga.

 

Þú þenur út seglinn og byrðinginn ber,

og birtandi, andhreinn um jörðina fer;

þú loftilla, dáðlausa lognmollu hrekur

og lífsanda starfandi hvarvetna vekur.

 

Og þegar þú sigrand' um foldina fer,

þá finn ég, að þrótturinn eflist í mér.

Ég elska þig, kraftur, sem ölduna reisir,

ég elska þig, máttur, sem þokuna leysir.

 

Ég elska þig, ég elska þig, eilífa stríð,

með ólgandi blóði, ég söng minn þér býð.

Þú alfrjálsi loftfari, hamast þú hraður;

hugur minn fylgir þér, djarfur og glaður.

 

Hannes Hafstein.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Hannes er góður. Einar Ben. er líka algjört djásn.

Sjáumst.

Jenta (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.