Sunnudagsmorgunn
6.7.2008 | 10:00
Í gær skein sólin glatt en nú liggur þokuhattur yfir firðinum. Nær þó ekki neðarlega og skyggni því ágætt. Líklega keyrir maður út úr þokunni þegar farið er upp úr firðinum. Það ætla ég einmitt að gera á eftir, skreppa á Bíldudal og horfa aðeins á frænkudúllurnar keppa á Héraðsmótinu sem haldið er á íþróttavellinum þar nú á helginni. Ég hef nú á tilfinningunni að það eigi eftir að birta vel til í dag - hef ekki trú á að það sé eingöngu bjartsýnin í mér sem ræður í þeirri tilfinningu.
Í þessum skrifuðum orðum er eplakaka í ofninum, þessi gamla góða a´la mamma.:
EPLAKAKA
200 gr. smjörlíki
200 gr. sykur
200 gr. hveiti
4 egg
1 tsk lyftiduft
ca 3 epli
Kanilsykur
Smjörlíki og sykur hrært saman, eggjunum bætt í og hrært vel. Hveiti og lyftidufti bætt í og hrært aðeins létt. Setjið deigið í kringlótt form. Afhýðið eplin, kjarnhreinsið og skerið í báta, raðið þeim ofan í deigið hringinn og aðeins í miðjuna, stráið kanilsykri yfir og bakið í ofni við 180 °C í ca 40 mín. Annars er tíminn örlítið á reiki hjá mér en þetta er svona sirka bát Það má líka velta eplabátunum uppúr kanilsykrinum og stinga þeim svo í og sleppa að strá yfir kökuna. Ég hef það oftast þannig. - Einföld, fljótleg og þægileg þessi, góð með rjóma, ís, má bræða súkkulaði yfir en mér finnst hún bara góð ein og sér.
Njótið bara dagsins og akið varlega á þessari miklu umferðarhelgi
Athugasemdir
hæhæ , æðislegur dagur hjá þér og rosalega er eplakakan girnileg:) veit sko sannarlega að hún sé góð þessi, allt sem þú gerir bregst ekki;)
sjáumst vonandi bráðlega:P
kv . Þórunn´:*
Þórunn Sigurbjörg (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 23:24
Takk mín elskuleg, kv. mamma
Anna, 6.7.2008 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.