Strictly come dancing.
2.7.2008 | 21:03
Datt niđur í ađ horfa á ţátt úr ţáttaröđ međ ţessu nafni sem veriđ er ađ sýna á BBC Prime. Ţetta eru breskir ţćttir um pör sem keppa í ballroom dönsum. Annar ađili parsins er einhver ţekktur einstaklingur og hinn er vanur dansari sem stýrir ţjálfun beggja. Ţessi keppni er útsláttarkeppni og stendur eitt pariđ uppi sem sigurvegari. Ţađ er gaman ađ sjá hversu misjafnt fólk er og eins hversu miklar framfarir verđa í dansinum. Umgjörđ ţáttanna er glćsileg eins og ég held ađ sé nú oftast međ danskeppnir í ballroom dönsum. Kynnirinn er einhver gamall frćgur og glettinn "refur" sem getur veriđ ţrćlfyndinn á köflum, eins er músíkin ţokkaleg. Sem sagt ágćtt sjónvarpsefni ţarna á ferđ.
Hingađ á Patró hafa í gegnum tíđina komiđ danskennarar einu sinni á vetri og veriđ međ nokkurra tíma prógramm. Ţađ var nú ekki lítiđ spennandi hér í denn ţegar Harpa og Svanhildur voru ađ koma frá Dansskóla Heiđars Ástvalds og kenna okkur danssporin. Ég er stađföst í ţeirri trú ađ dans og söngur sé eitthvađ sem krökkum er hollt ađ lćra frá blautu barnsbeini. Held ađ ţađ agi ţau og efli félagslega fyrir utan auđvitađ gleđina sem ţessu fylgir. - Seinna ţegar ég fór í skóla til RVK fór ég svo á námskeiđ í danskólanum hjá Heiđari en ţá var diskóiđ uppá sitt allra besta. Vá hvađ ţetta var frábćr tími
Einhverntíma var veriđ ađ rifja upp dans hérna í stofunni sem var kallađur bömp - og ţóttist mađur nú engu hafa gleymt í honum, en ......almáttugur......einhverjir ađeins yngri báđu mann bara vel ađ lifa - , ţannig ađ kannski hefur kunnáttan ađeins veriđ farin ađ dofna ţrátt fyrir kattliđugheitin ađ mínu áliti allavega
.
- Og nú hvarflar hugurinn enn aftur í tímann ţegar "Switched on Swing" var sett á fóninn heimilisfólk á ýmsum aldri dansađi af lífsins list og húsiđ nötrađi af fjöri Blessuđ sé minning Pioneer grćjunnar og ţessarar plötu sem hvílir viđ hliđ platna međ Boy Georges, Fleetwood Mac, Billy Joel, Donnu Summer og fl. í kassa á loftinu.
Stjörnuspá nautsins segir í dag: Ţú ert rólegur og stađfastur. Eldfjöll og vekjaraklukkur bregđa ţér ekki. En í dag gćtirđu hins vegar fengiđ skyndilegt og mikiđ reiđikast.
Reiđikast í dag.........hćpiđ úr ţessu, not my stile anyway
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.