Nafnapælingar.

Margir krakkar eru á einhverjum tímapunkti óánægðir með nafnið sitt.  Ég þekki unga dömu sem heitir tveim nöfnum, fallegum og góðum sem má finna um víða veröld í svipaðri mynd.  Helst vill hún láta fella annað nafnið út.  Hún er svo ung að hún jafnar sig vonandi á þessari óánægju með nafnið.  Ég kannast svo sem  mæta vel við svona pælingar sjálf því að ég var hund óánægð með mitt nafn um tíma sem krakki, þá var draumurinn að heita Birgitta FootinMouth  Held að óánægjan með nafnið mitt, Anna hafi nú aðeins tengst því hversu mikið  mér leiddist ákveðið uppnefni sem flestar Önnur fá að heyra Blush   Þessi óánægja eltist nú fljótt af mér og í dag líður mér auðvitað verulega vel með að bera nafnið Anna.    Í bókinni nöfn Íslendinga segir m.a  um þetta nafn:

" Dæmi eru um nafnið hérlendis frá því á 15. öld.  Það kemur fyrir í nafnatali séra Odds á Reynivöllum frá 1646.  Árið 1989 var það þriðja algengasta kvenmannsnafn á landinu, borið af rúmlega 4100 konum sem einnefni eða fyrra nafn af tveimur og 670 konum sem síðara nafn.  Árið 1910 var Anna sjötta algengasta kvenmannsnafn á landinu en það var í fjórða sæti árið 1982.  Nafnið hefur verið notað í Danmörku frá því á 12. öld, í Svíþjóð frá 13.öld og í Noregi frá 14.öld.  Einnig er nafnið notað í ensku- og þýskumælandi löndum, Frakklandi, Ítalíu og víðar.  Nafnið er talið hebreskt að uppruna Channa og  merkja náð." (Tilvitnun lýkur).

Í fréttablaðinu í dag er viðtal við Patreksfirðinginn og bekkjarsystur mína Ingdísi sem hefur þar til nýlega ein kvenna á landinu borið sitt nafn.   Nú er það ömmubarnið hennar sem ber það líka. Barasta fallegt nafn og þeirra einkaeign Grin En þetta viðtal í blaðinu varð tilefni þessa bloggs míns. 

Nafnið manns er svo stór hluti af manni sjálfum að það hlýtur að vera erfitt að bera nafn sem veldur þeim sem ber það miklum langvarandi sálarkvölum. Þá er ekkert að því að gera breytingar á því fyrst sá möguleiki er fyrir hendi.  En það er örugglega betra að íhuga það vel áður en það er gert.

Íslenska sumarið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.