Bragðlaukakitl
29.6.2008 | 10:17
Hluta gærdagsins eyddi ég í að gera ljúffengt chilimauk - ótrúlega gaman að gera þetta.
Ég hef aldrei verið afkastamikil sultugerðarkona en þegar maður dettur niður á góða uppskrift prufar maður hana. Fann á dögunum uppskrift að rabbabaramauki með engifer og sítrónu, sem ég ætla að gera í vikunni.
Ef þið viljið deila góðri uppskrift af mauki með appelsínum, rabbabara , eplum, sítrónum eða öðru í þá þygg ég alveg
Athugasemdir
Bestu kveðjur vestur í myndarskapinn,
Sólveig Ara.
Sólveig Ara (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 13:30
Girnilegt hjá þér. Er þetta uppskriftin með eplunum, paprikunum? Mér var gefin krukka með chilimauki og uppskriftin fylgdi með en ég er ekki enn búin að koma því verk að búa mér til mauk. Þetta var svakalega gott.
Kv. Guðný
Guðný (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 19:55
Takk báðar tvær. Jú Guðný þetta er sú uppskrift en minnkaði sykurmagnið um 300 gr. og einum chili bætt í. Mikið betra þannig að mér finnst.
Anna (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.