Gönguhátíð í júlí.

Dagana 24.-27. júlí verður  skemmtileg hátíð í Vesturbyggð sem heitir Svartfuglinn og er gönguhátíð.  Það má segja að hún sé sé sannkallað  konfekt fyrir líkama og sál.  Á heimasíðu hátíðarinnar  mun dagskráin birtast innan tíðar, en upplýsingar um gististaði  og fl.  eru nú þegar til staðar.

Fegurð Vestfjarða er mikil eins og alþjóð veit og hér á suðurfjörðum Vestfjarðakjálkans er perlan Látrabjarg og heilmargt annað sem magnað er að skoða.  Mér sem íbúa hér á svæðinu er að sjálfsögðu mikið í mun að landsmenn geri sér ferð á Vestfirðina.  Ég veit að margir hafa aldrei komið á svæðið og hvet það  fólk til að leggja land undir fót.  Endilega skoðið heimasíður gististaðanna á síðu gönguhátíðarinnar , margar mjög fallegar myndir af svæðinu þar.  Gríðarlega flottar myndir t.d. á þessari .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband