Þetta kallar á nöldur.
27.6.2008 | 08:23
Yfir sumartímann sleppur enginn við að hlusta á hljóð í sláttuvélum og sláttuorfum en almáttugur minn, óþarfi auðvitað að ræsa tryllitækin að nóttu til.
Fyrir margt löngu var ég á tjaldstæðinu á Laugum í Sælingsdal. þetta var í miðri viku og kl. 10:00 var sláttuorfið sett í gang, ekki að spyrja að dugnaðinum í fólkinu. Þetta kaffærði auðvitað hverja hrotu þarna á tjaldstæðinu og kom fólkinu bara á fætur. Stefnan tekin heim á leið, reyndar örlítið fyrr að deginum en ella. Algjör óþarfi að lúra frameftir á virkum degi á tjaldstæðum sem annarsstaðar, sláttufólk þarf jú að vinna vinnuna sína eins og aðrir .
Ég þekki ekkert inná framfarir í hönnun sláttuorfa en stundum hugsar maður um það hvort ekki sé til nánast hljóðlaus græja í þeirri deildinni. Sé það ekki yrði nú einhver efnaður sem fynndi lausn hávaðamengunar þessara tækja.
En stundum tekst manni að leiða þennan "endalausa" hávaða frá sér og njóta bara ilmsins af nýslegnu. Ef í hart fer má jú alltaf tölta í apótek og kaupa sér eyrnatappa sem kosta skid og ingenting
Æi.......maður á ekki að eyða púðri í svona nöll á fallegum sumardegi og föstudegi í þokkabót.....dásamleg helgin framundan - njótið vel
![]() |
Garðsláttur á ókristilegum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér skilst að föstudagarnir eftir kl. 17.00 á höfuðborgarsvæðinu séu alskemmtilegastir, þá fara allar sláttuvélar í gang og kveikt er upp í öllum grillum.
Sá á einhverju bloggi í gær að fólk vill samræma sláttutímann, þannig að allir slái á sama tíma.
Guðný , 27.6.2008 kl. 09:44
Er þetta nokkuð svo mikið vandamál að það þurfi að samræma sláttutíma, það yrði nú bara vesen. Það er með þetta eins og annað að það þarf bara að sýna almenna tillitsemi. Svo er nú ekkert stórhættulegt þó að það sé ekki alfullkomið í henni veröld
Verðum nú að hafa eitthvað smá til að nöldra yfir 
Anna, 27.6.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.