25. júní 1994.
25.6.2008 | 06:40
Ákveðnir atburðir verða oft til þess að maður getur státað sig af því að hafa óbrigðult minni
Fyrir 14 árum síðan var ég að koma heim af Jónsmessumóti í golfi. Þreytt eftir barning sem skilaði mjög líklega næstneðsta sæti á mótinu. Ég man ekki til að hafa nokkurn tíma orðið svo "heppin" að hafa svo mikið sem fengið skammarverðlaunin.(Ég get lofað því að þarna er minnið NÁNAST óbrigðult) Ef einhver er að spá í af hverju ég lagði golfskóna á hilluna þá er þetta nú ein ástæðan
Hugsanlega hefði árangurinn orðið betri ef ég hefði flutt lögheimilið á völlinn, ég skal ekki segja, en mér fannst þessi árangur eftir mikinn barning í orðsins fyllstu, barasta ófyrirgefanlega slakur, áhuginn líklega ekki nægilega mikill þarna til að taka almennilega á því svo að ég hætti.
Á þessum tíma var mágkona mín hún María, ófrísk og komin á tíma. Ég man að hún var úti í glugga og veifaði okkur þegar við komum heim af þessu golfmóti, síðla nætur. Að deginum 25. júní 1994 fæddist svo ein af frænkum mínum, hún Karen Ingibjörg. Ég tel nú ekki líklegt að mamma hennar hafi velt sér uppúr dögginni áður en stúlkubarnið fæddist en hún fékk samt mikinn kraft í vöggugjöf þessi dama það væri synd að segja annað. Hún er kraftmikil og kát, dugleg að læra og þetta skilar sér í íþróttaiðkunina, nældi sér í 6 verðlaun þar af fjögur gull á íþróttamóti á síðustu helgi. Ekki amalegur árangur það. Hún er bara svo góður karakter þessi stelpurófa sem telur auðvitað hvað mest
Hafi ég verið tapsár eftir golfmótið þá hefur það örugglega gleymst algjörlega við fæðingu þessa gullmola sem fæddist þarna daginn eftir mótið.
Til hamingju með daginn og elsku Kæsan mín
Með golfið.......hver veit nema ég eigi eftir að rölta golfvelli innan örfárra ára það blundar nú alltaf vottur af áhuga ......... segi það ekki
Athugasemdir
Hæhæ


Það er gaman að lesa bloggin þín!
og takk fyrir afmæliskveðjuna
..og já dagurinn er búinn að vera fínn, ég var inn í Sauðlauksdal með vinnuskólanum í góða veðrinu að næla mér í brúnku og borða pylsur og svala
Sjáumst
kv.Karen
Karen Ingibjörg Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.