Jónsmessunóttin.
23.6.2008 | 21:05
Það er freistandi að velta sér uppúr dögginni í nótt. Dögginni sem sögð er svo sérlega heilnæm á þessari nóttu. Líklega er ég allt of spéhrædd til að fremja þann gjörning. Legg það ekki á nokkurn mann að verða vitni að slíku, því það yrði óhjákvæmilegt, túnið hjá mér er á milli tveggja gatna sem liggja í gegnum bæinn Kannski er traffík í bænum á Jónsmessunótt, hver veit
Ég ætti kannski að gera það gerast djörf, hlaupa nakin niður fyrir hús í nótt. Þjóðtrúin segir döggina á Jónsmessunótt svo heilnæma og fulla af lækningarmætti að það er í raun vitleysa að nýta ekki tækifærið. Ætti ég ? Nei annars, ég hef aldrei verið höll undir þjóðtrúna eða hjátrú yfirleitt. Hræðist hvorki töluna 13, að ganga undir stiga, brotna spegla svo fátt eitt sé nefnt. En það er gaman að þjóðtrúnni eigi að síður. Óska öllum góðrar heilsu sem velta sér uppúr dögginni í nótt. Er alveg á því að það geti í ölllu falli verið hressandi
Athugasemdir
Sæl Anna!
Blessuð vertu ekkert að vesenast í því að velta þér uppúr dögginni.Þú færð bara kvef.
Heilsist þér vel.
Kveðja Halldóra
Halldóra Ágeirsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:34
Hmm ef ég myndi keyra framhjá þér berrassaðri á hlaupum um miðja nótt þá myndi ég halda að ég væri endanlega orðin rugluð Ekki það að þú værir ekki flott heldur kannski frekar ólíklegt uppátæki hjá þér
Kveðja,
Jóhanna
Jóhanna Gísladóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:37
Takk fyrir æðislega helgi :) æði að fá sér göngutúr upp í Naustahvilft:)
love ya.. kv. Þórunn
Þórunn :) (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 22:40
Takk fyrir gott ráð Halldóra og þið allar fyrir athugasemdirnar. Þetta er alveg rétt hjá þér Jóhanna - frekar ólíklegt uppátæki. Tölti bara út á snúrur og tók inn þvott svona í seinna fallinu alklædd ......lét það nú duga
Anna, 24.6.2008 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.