Húsfreyjan

Til hamingju með daginn í dag Grin

Ég var að skoða blaðið Húsfreyjuna.  Mér þótti það nú ekki par spennandi  hérna áður fyrr.  Þá las ég BARA Nýtt líf, Marie Claire, Vouge og fl.   Hef líklega verið haldin einhverjum Húsfreyjufordómum á þessum árum.   Tengdi þetta frekar við eldri konur þetta blað.  En svo eldist maður og þroskast og hættir stælunum, sem voru kannski eitthvað ómeðvitaðir -  ég skal ekki segja.   Ég skoðaði blaðið Húsfreyjuna  og sá að þetta er virkilega grand  blað  sem fjallar um Íslenskar konur  frá A-Ö. 

Á þingi Kvenfélagasambands Íslands á Akureyri sumarið 2006 barst nafnið á þessu blaði í tal á meðal kvenna.  Mörgum þótti nafnið gamaldags og vildu breyta því en öðrum þótti þetta smart og fannst ekki endilega þurfa að henda því,  þessu gamla og rótgróna  nafni.  Þrátt fyrir skiptar skoðanir þarna á þinginu  heitir blaðið nú ennþá Húsfreyjan og verður líklega bara þannig áfram.  Það er á hreinu að blaðið er gott, tölublöðin jú misjöfn eins og gengur í allri blaðaflóru en heilt yfir bara mjög gott. 

Húsfreyjan birtir  viðtöl við konur um allt land,  um snyrtingu, mataruppskriftir, heilsupistla, greinar um börnin og fjölskylduna,  sýnir handavinnu  og bara að nefna það.  Gefið út fjórum sinnum á ári og kostar kr. 3.600,- í áskrift.  Gerist ekki þægilegra fyrir svona vandað dæmi.

Í nýjasta tölublaðinu er uppskrift af "glæpsamlega" geggjaðri  peysu(hönnuður Ásdís Birgisdóttir, textílhönnuður )  og ég get ekki séð betur en að þetta sé nánast eins peysa og leikkonan Sofie Gråböl klæðist í  frábæru þáttunum "Forbrydelse" sem voru í sjónvarpinu í vetur.  Ótrúlega smart,  skora á áhugasamar prjónakonur  - og allar konur auðvitað - að kíkja í blaðið Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl Anna,

Já, Húsfreyjan er fallegt nafn...........ég var nú svo græn að ég hélt að það væri hætt að gefa hana út.

Gaman að myndunum og pistlinum frá ferð þinni á Geirseyrarmúlann, þangað er gaman að koma en því miður hellings mörg ár síðan ég fór þangað.....úff hvað ég yrði lengi upp núna.

Bestu kveðjur og góða helgi,

Sólveig.

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband