Ást

Ég er ein af þeim sem kíki af og til í minningagreinar.  Fyrir mörgum árum síðan rakst ég á grein þar sem kona skrifaði minningarorð um látinn eiginmann sinn. Í greininni var brot úr ljóðinu "Ást" eftir Sigurð Nordal.  Mér fannst þetta svo ótrúlega fallegt að ég klippti það  út og stakk í fílófaxið sem maður skildi ekki við sig á þeim tíma.  Seinna fann ég svo ljóðið í heild sinni og las.  Í dag á ég   bók sem hefur akkúrat þetta ljóð að geyma.   Fyrir nokkrum árum söng Ragnheiður Gröndal þetta  svo fallega,  við lag Magnúsar Þórs Sigmundssonar.  Hann sendi það svo frá sér síðar í eigin flutningi og gaman að heyra þá útgáfu líka sem var ólík en fallegt hjá honum samt.  Ljóðið er algjör perla og lagið ekki síðra, - hér kemur örlítið brot .:

 

Þú gafst mér skýin og fjöllin

og guð til að styrkja mig.

Ég fann ei, hvað lífið var fagurt

fyrr en ég elskaði þig.

 

Ég fæddist til ljóssins og lífsins,

er lærði eg að unna þér,

og ást mín fær ekki fölnað

fyrr en með sjálfum mér.

 

Ást mín fær aldrei fölnað,

því eilíft líf mér hún gaf.

Aldirnar hrynja sem öldur

um endalaust tímans haf.

 

Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er ótrúlega fallegt ljóð og verður einhvern veginn dýpra þegar maður les það svona - án lags.. Takk fyrir skemmtilegar pælingar!

Maja í Haga (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 00:30

2 identicon

Já ég held að þær gerist ekki fallegri ástarjátningarnar en í þessu ljóði  sem Sigurður semur af snilld. 

Anna (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 12:20

3 identicon

´alló.   Bara fallegt !

Þökk sé þér að senda svona fallegt frá þér, enda kemur það jú til baka.

Sjáumst.

Jenta (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband