Eitt kerti ađ blása á.

 

Viđ húsvegg

Já eitt kerti ađ blása á - allavega svona  í huganum, kannski eins og ein ósk fylgi međ, ţađ sakar örugglega ekkert   Halo

Mér sýnist fólk gera bloggafmćlum skil og ég ćtla ađ gera slíkt hiđ sama - ţađ er eins árs afmćli  hjá  ţessari síđu í dag Smile  Tók samt c.a 3ja mánađa frí á ţessu tímabili.  Elfdist svo öll í blogginu eftir áramótin, eignađist bloggvini,  fór ađ setja inn myndir og ţ.h.  Lengi framan af sagđi ég ekki nokkrum manni frá ţessu fikti, var hálf feimin viđ ţađ en svo hrundu múrar,  enda er ţetta svo sem fyrir allra augum hér á netinu.  Í dag er ég órög viđ ţetta, hef gaman af skrifunum og eyđi hćfilegum tíma í ţau.  Ég hef veriđ ađ lesa skilgreiningu bloggs hjá nokkrum.  Misdjúpar pćlingar eins og gengur. Fólk bloggar um allt á milli himins og jarđar.  Dagbókarform, pólitík, kennsla og bara hvađ eina.  Mađur áttar sig fljótlega á ţví ađ ţađ er samfélag innan bloggheimsins og hjá sumum finnst mér ţađ virka eins og vinahópur og samskipti mikil sem getur auđvitađ bara veriđ skemmtilegt.

Spurningu hefur veriđ velt upp hvort ţađ sé stéttaskipting innan ţessa heims sbr. nýlegan pistil bloggvinkonu minnar Hildar Helgu sem er fín lesning og gaman ađ sjá hvađa skođanir fólk hefur á ţessu samkvćmt kommentunum ţar.  Sitt sýnist hverjum svo mikiđ er víst.

Ég rakst á blogg úr öđru bloggkerfi ţar sem nokkur íslensk bloggkerfi  eru gagnýnd og borin saman af nokkurri ţekkingu virđist vera. Viđkomandi skođar hvern liđ fyrir sig í kerfunum og gefur ţeim svo heildareinkunn X af 10 mögulegum.  Hćstu einkunn gefur hann  ákveđnu kerfi 8,5 en Moggablogginu 8,0 önnur eru svo talsvert neđar.  Ég hef reynslu af öđru kerfi í gegnum félagsskap sem ég tilheyri. Ég verđ ađ segja ađ ég er mjög ánćgđ međ ţetta kerfi sem ég valdi, ţ.e kerfiđ  hjá Mogganum. 

Blogg er eins og hvert annađ áhugamál,  ég  held ţví  áfram  á Moggablogginu og blogga  um allt og ekkert  a.m.k sjálfri mér til ánćgju Cool.

Hafiđ ţađ sem best  Grin


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Heil og sćl Anna,

Til hamingju međ eins árs afmćliđ.  Bloggheimurinn er skemmtilegur, rétt eins og hvađ annađ sem vekur áhuga fólks. Mér finnst allavega gaman í ţessum heimi.  Haltu áfram međ ţína góđu pistla - ég kíki á ţig reglulega.

Njóttu lífsins og hafđu ţađ sem allra best,

Kćrar kveđjur frá Sólveigu.

Sólveig Ara (IP-tala skráđ) 14.6.2008 kl. 13:17

2 identicon

Takk Sólveig, ég kíki líka á ţína. Njótiđ sumarsins og good luck međ Jeppann

Anna (IP-tala skráđ) 15.6.2008 kl. 12:23

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.