Alþjóðlegi "prjónað á almannafæri" dagurinn.
8.6.2008 | 16:50
Ég fór í búðina eftir hádegið sem er nú ekki í frásögur færandi. Auglýsing frá Sjóræningjahúsinu hér í bæ vakti athygli mína. Þar var verið að auglýsa þennan dag Alþjóðlega prjónað á almannafæri daginn. www.wwkipday.com eða World wide knit in public day þ. 14. júní n.k.
Það verður sem sagt opið nánast allan daginn hjá Sjóræningjum í tilefni dagsins og fólki gefst þá kostur á að koma í kaffihúsið þeirra til að prjóna og spjalla yfir kaffibolla. www.sjoraeningjahusid.is.
Bráðsniðug hugmynd og verði ég á staðnum mun ég svo sannarlega mæta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.