Tvær vikur frítt......

Ég er ein af þeim fjölmörgu sem eru í  auglýsingadæminu Núinu.  Fyrir þá sem ekki vita (þó það séu örugglega fáir) snýst það um að vera skráður á póstlista og fá kynningu á hverjum degi í pósthólfið sitt.  Þú velur kassa 1, 2 eða 3 og þá birtist auglýsing um vöru eða þjónustu sem þú velur að skoða, kaupa eða þyggur alls ekki.  Vinningar eru allavega og þeir stærstu að ég best veit eru utanlandsferðir.  Ef ég nenni að opna þetta fæ ég oftar en ekki einhverja vinninga sem ég nota aldrei.  Nú nýlega fór manni að gefast kostur á að senda vinninginn til einhvers sem hugsanlega getur frekar nýtt hann. Það er auðvitað ágætis möguleiki. 

Ég varð fyrir hallærislegri upplifun í gærkvöldi, hef sennilega verið orðin of syfjuð Gasp - , opnaði póstinn frá Núinu og viti menn..........tvær vikur frítt...........í Jiu Jitsu !   Ég varð voða spennt þegar ég las fyrstu orðin, tvær vikur frítt ....hjartað tók smá kipp, UTANLANDSFERÐ !!! spenningurinn varði eitt sekúndubrot því setningin var TVÆR VIKUR FRÍTT Í JIÚ JITSÚ og það er auðvitað sjálfsvarnaríþrótt en ekki land LoL og engin utanlandsferð þarna á ferð.  

 Þannig að nú á ég miða -  tvær vikur frítt í þessa sjálfsvarnaríþrótt hjá Sjálfsvarnarskóla Íslands, ef einhver sem les langar að efla kunnáttu í sjálfsvörn skal ég glöð gefa viðkomandi þennan voucher sem plataði mig rétt sem snöggvast.  Auðvitað bara hallærislegt að játa þetta svona fyrir alþjóð, en þetta var bara fyndið Blush og ágætt  að geta stundum hlegið að vitleysunni í sjálfri sér LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he er alltaf að vinna einhverja fáranlega vinninga þarna

Einar Bragi Bragason., 28.5.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Anna

Verstur andsk.....að maður kemst ekki á sjálfsvarnarnámskeið  - það er svona að búa ekki í henni Reykjavík fyrir sunnan og missa af herlegheitunum 

Anna, 29.5.2008 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.