Fræðandi og skemmtilegt.

Í fyrrakvöld var ég á stórgóðum fundi í Kvenfélaginu Sif, þeim síðasta á vetrinum.    Á hann mætti gestur eins og oft er en í þetta skiptið húkrunarfræðingur sem fræddi okkur fundargesti á mjög svo faglegan, fróðlegan að ég tali nú ekki um skemmtilegan hátt  um ýmislegt varðandi okkur sem kynverur, bæði konur og karla.  Benti á ýmis vandamál en jafnframt fyrirbyggjandi ráð, sér í lagi þegar aldurinn færist yfir hjá báðum kynjum, sem sagt breytingarskeiðið margfræga.  Auðvitað vissi maður helling af þessu en græddi samt heilmikið af fróðleik um eitthvað sem hefur verið í órafjarlægð að gerist hjá manni sjálfum.  Er  svo bara handan við hornið aldurslega séð  - þó að maður sé nú alltaf sama stelpan og velti sér ekkert upp úr aldrinum Grin, þá er þetta víst staðreynd samt.  

Kynlíf er svo stórt orð - í því felst ekki bara að hafa samfarir, punktur basta þó að það sé ekkert verra að sé í þokkalegu lagi með þann hlutann. Virðing, umhyggja, snerting, nánd, -þetta og fleira er innifalið í pakkanum.  Það skrúfast ekkert fyrir samlíf fólks þó að aldurinn færist yfir  Þetta veit jú nánast  hvert mannsbarn sem komið er til vits og ára.  Ef heilsan er góð þá getur gott oft bara orðið betra með aldrinum.

Sagt var frá virkni hormónalyfja og bent á ýmislegt varðandi þau.  Stiklað á stóru um beinþynningu sem er mikið heilsufarsvandamál og konur  hvattar til að fara í beinþéttnimælingu þar sem beinin geta með aldrinum orðið eins og gatasigti og viðkvæm eftir því.

Það var gaman að hlusta á faglega umfjöllun um okkur sem kynverur -  blandna húmor sem fyrirlesara tókst  vel að tjá,  svo að af og til var hlegið í salnum.  Að lokum var viðkomandi þakkað með lófaklappi ánægðra fundargesta.

Þessi fyrirlesari er hjúkrunarfræðingurinn  Sigþrúður Ingimundardóttir og ættuð héðan að Vestan. Skelegg og skemmtileg kona ,hefur verið hér í bænum í c.a  5 mánuði við afleysingar á sjúkrahúsinu.  Hún hefur á þessum stutta tíma  sett jákvæðan svip á bæjarlífið og ég veit að hún hefur ekki síður notið okkar góða mannlífs hér á Patró.    Svona er þetta á litlum stöðum,  maður verður oftar en ekki var við þegar fólk bæði kemur og fer.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband