Mér finnst rigningin góð....
21.5.2008 | 08:12
...... var sungið hérna um árið. Ég var að koma inn úr ringingunni fyrir augnabliki síðan. Þurfti að skjótast aðeins í morgunsárið áður en vinna hefst og það var notalegt að koma út. Anda að sér ferskleikanum sem loftið er þrungið af. Finna ilminn hér við fjörukambinn og heyra buslhljóðið í fuglunum á sjávarfletinum. Það er nánast logn og í rauninni yndislegt að fá rigningu þegar það er orðið þetta hlýtt. Nauðsynlegt fyrir lífríkið að fá smá úða. Svo lengi sem rigningin verður ekki langvarandi þá er þetta bara fínt. Framundan er annasamur tími. Við förum nokkur saman til Akureyrar á morgun, njótum helgarinnar og fögnum. Geri því hugsanlega skil hér síðar.
Hafið það annars sem allra best - þið sem kíkið hingað inn
Athugasemdir
Hæ hæ
Góð skrif þann 17. maí. Takk takk fyrir það.
En til hamingju með Skvísuna og ég byð að heilsa öllum og eigið þið góða daga á Akureyri. Knúsaðu Þórunni vel frá mér.
Kv. Elsie
Elsie (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.