Minningarbrot - fjölskyldan frá Belfast.

Í mörg ár fylgdist ég með öllu sem ég heyrði og sá um Belfast á Norður Írlandi.  Ástæðan....jú þegar ég var líklega rétt 9 ára gömul kom hingað fjölskylda þaðan.  Þá var ekki renneríið af ferðamönnum og ókunnugum bílum hingað eins og er í dag enda heljarinnar tími sem fór í ferðalag Vestur á firði á þeim árum.  Örsjaldan líka sem maður heyrði erlent tungumál talað í sínu nánasta umhverfi.   Það  var því eftir því tekið þegar það kom langur grænn Landrover í bæinn með útlensku númeri.  Í bílnum voru hjón og 4 börn á misjöfnum aldri.  Þau leigðu hús í nágrenni við okkar og þetta var sko ekkert nema spennandi fyrir krakka á þessum aldri.  Ég sem kunni ekki stakt orð í ensku spurði mömmu hvernig maður segði viltu leika við mig á því tungumáli  og fljótlega  hófust kynninSmile

Ég kynntist fólkinu sem voru hjón í einhverjum jarðfræði og gróðurrannsóknum.  John og Joyce Preston heita þau.  Börnin þeirra Anya, Susan, Janet og Harold voru skemmtilegir krakkar og ég kynntist Janet og Harold betur  en hann var á aldur við mig og hún 4 árum eldri.  Þrátt fyrir tungumálaerfiðleika virðast krakkar alltaf finna leið til að tjá sig og þannig var með okkur. 

Ég fékk að fara með þeim í þessum ógnarstóra Landrover í ferð þar sem þau hjónin voru að safna jarðvegs/gróðursýnum en við lékum okkur á meðan.  Janet var með heimasaumaðann poka og í honum voru lukkutröll tvö stór og nokkur minni sem voru börnin.  Þetta voru svona lítil lukkutröll sem ég sá síðar að voru af endanum á blýöntum.  Hvert þeirra hafði sitt nafn og þetta var leikið með þar til foreldrar hennar höfðu lokið sýnatökunni.   Það var gaman  og tíminn leið hratt.   Þetta fólk var allavega hér á Patró í 2 sumur en þau höfðu  líka farið eitthvað annað um landið. 

Þegar leið að heimferð þeirra var okkur systkinunum boðið í kveðjuveislu.   Anya braut pappírsbrot og gerði m.a örkina hans Nóa og fl.  Þetta fannst okkur stórmerkilegt.  Susan spilaði á fiðlu sem var nú hljóðfæri sem við höfðum ekki séð með berum augum fyrr.  Já við systkinin vorum svo að lokum leyst út með gjöfum.  Þetta var skemmtileg kvöldstund og systir mín  lítil hnáta var svo borin heim sæl og lúin.  Þetta var gott fólk þessi fjölskylda og við fengum sendar jólagjafir frá þeim  og ég bréf frá Janet í einhvern tíma.  Erfitt var um vik gagnvart bréfaskrfitum en þó fékk ég aðstoð hjá frænda mínum við að lesa og svara.  

Í fjölmiðlum var oft sagt frá því ógnarástandi sem ríkti á Norður Írlandi og það fór ekkert framhjá okkur að þau bjuggu ekki við mikið öryggi.   Í dag býr ekkert af þessum systkinum á Írlandi.  Janet býr í USA, Harold og Susan í Ástralíu og Anya á eyju við Skotland en gömlu hjónin búa enn á heimili sínu við Knigthbridge Park þangað sem ég hef lengi átt heimboð en aldrei látið verða af því að þyggja það - því miður.

HeartSkemmtilegar minningar eru tengdar kynnunum af þessari  góðu Írsku fjölskyldu, kynnum sem brutu  svo sannarlega upp daglegt líf lítillar stelpu í sjávarþorpi á þessum árum.

Janet gaf mér þennan írska pening sem hefur naut á annarri hliðinni en hörpu á hinni.  Henni fannst það tilvalið þar sem ég er fædd í nautsmerkinu Halo

Írsk mynt
Írsk mynt .

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Anna,

Gaman að þú rifjir upp þessar minningar, ég var búin að gleyma nöfnunum á krökkunum en mundi eftirnafn þeirra.  Ekki langt síðan að ég lét hugann reika til þessara ára þegar græni stóri landróverinn sást á götunum, þau komu sennilega oftar - en allavega urðu þarna mín fyrstu samskipti við fólk af erlendu bergi brotnu.

Hafðu það ætíð sem best,

Sólveig A.

Sólveig A. (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 20:39

2 Smámynd: Anna

Þú hefur eflaust verið á aldur við eldri stelpurnar.  Mamma var nú reyndar að tala um að ég hefði verið 7-8 ára. En takk fyrir  góðar óskir Sólveig og sömuleiðis  til þín.  Fín bloggsíðan þín .

Anna, 14.5.2008 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband