Sniðugt hjá þeim.

Ég skrifa "allt og ekkert" sem titil á bloggsíðuna mína.  Það mætti alveg eins standa "úr einu í annað" það er stundum ansi ólíkt frá degi til dags það sem mér dettur í hug að skrifa um. 

Ég rakst á blogg skipsáhafnar.  Sá það rúlla í nýblogguðu.   Sjómenn eru í mínum huga með hugaðri og duglegri mönnum.  Það er ekkert grín hjá þeim sumum að velkjast um úti í ballarhafi þar sem ölduhæðin getur orðið ansi mikil.  Maður er sjálfur með músarhjarta stundum bara við að fara í ferjuna Baldur þó maður reyni nú að bera sig vel. Hjartað ólmast af hræðslu þegar maður heyrir í leirtauinu um borð í  einhverjum veðrum. En ég tek það nú fram að það er sjaldgæft og bara í mjög slæmu.  En svo ég haldi mig nú við sjómennina þá veit ég að þetta er ekkert sældarlíf hjá mörgum hverjum.  Hlýtur jú að fara eftir aðbúnaði og áhöfn eins og bara gerist á öðrum vinnustöðum uppá móral að gera.  Verandi kannski í löngum útilegum fjarri sínum nánustu.  Það getur samt alveg  örugglega á móti  verið frábært að vera á sjónum í veðurblíðu.  Menn eru auðvitað að vinna þegar veðrið er gott en liggja ekkert og hafa það nice.    En þeir blogga margir hverjir og hér er þessi bloggsíða sem var að detta inn með nýtt blogg http://adalsteinnjonsson.blog.is. Þarna eru svo tenglar  inná blogg annarra skipa.   Sniðugt fyrir þá sem vilja fræðast betur um sjómennskuna að lesa.  Ég á örugglega eftir að skoða betur síðar.  Ég veit að fyrir mörgum er sjómennskan heillandi.  Það er eitthvað  sem dregur menn aftur á sjóinn, jafnvel eftir mikla lífsreynslu í skaða.  Fyrrverandi mágur minn var í áhöfn Barðans GK sem  fórst undir Svörtuloftum á Snæfellsnesi hérna um árið.  Áhöfninni var bjargað á ögurstundu um borð í þyrlu landhelgisgæslunnar.  Hann var rétt innan við tvítugt þessi strákur þegar þetta var.  Hann fór aftur á sjóinn síðar þessi dugnaðarmaður og stundar hann í dag.   já þetta hefur mér alltaf þótt aðdáunarvert. 

Það er bara sniðugt hjá sjómönnum að blogga og gefa fólki innsýn í þennan heim sjómannsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband