Á helginni.

Það er Vestfirska að segja "á helginni" en ekki "um helgina".  Þetta er tungunni svo tamt að manni dettur ekki til hugar að breyta því.  En sem sagt á Hvítasunnuhelginni verður fermt í bænum og þar á meðal er sætalínan  hún Karen Ingibjörg bróðurdóttir mín. 

Karen Ingibjörg Sigurðardóttir
 

Reyndar á að ferma aðra fallega stelpu í familíunni sem býr   í Hnífsdal en hún er aðeins fjarskyldari og  heitir Gyða Kolbrún. 

Nú er farið að tínast eitthvað af fólki í bæinn - , nóg um að vera - heimildamyndahátíðin www.skjaldborgfilmfest.com og auðvitað gestir til fermingarbarnanna.  Ég ætla að fá mér dagskrá þessarar hátíðar og velja úr þær myndir sem mig langar að sjá og kíkja svo með fólkinu mínu eftir því sem tími gefst til.  Verulega skemmtilegt framtak þessi hátíð eins og ég hef örugglega margoft sagt.  Það er svo alltaf þannig að þegar eitthvað er um að vera í þorpinu þá verður maður var við að það fjölgar í bænum.  Það er jú líka þrælgaman  að hitta fólkið,  - fá gesti og gera sér far um að þeim líði vel.  Það spillti svo ekki deginum að fá litla manneskju úr Hafnarfirðinum í dyrnar hjá sér í dag, hana Rakel Söru, systurdóttur fermingarbarnsins.  Ég sá hana fyrir svo stuttu síðan og fannst hún jafnvel muna eftir mér en ég er ekki viss enda barnið bara tæplega ársgamalt.  En hún var knúsuð í bak og fyrir af henni frænku sinni þessi gullmoli.

Rakel Sara í apríl 2008

                                        Rakel Sara   

Heart
                          
Heart
                                                                                                                                              

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný

„Á helginni” breytum því ekki...

Guðný , 8.5.2008 kl. 09:57

2 Smámynd: Anna

Ó nei.

Anna, 9.5.2008 kl. 08:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband