Ferjan Baldur

Ég get ekki neitað því að manni brá nokkuð í brún þegar þessi frétt fór í loftið.  Við hér á suðursvæði Vestfjarða sækjum mikið suður allan ársins hring, auk þess sem fisk og vöruflutningar eru miklir.   Okkur finnst það yfirleitt lítið mál að skreppa suður á bóginn  þó maður þurfi að moka sig út úr stæðinu heima hjá sér að vetrinum  -  svo lengi sem maður kemst í Baldur.   Ég er ekki komin til með að sjá okkur ferjulaus - að allir verði jafnduglegir að keyra landleiðina á veturna þó að mokstur verði alla daga.  Vegurinn má þá ansi mikið batna og vegstæði breytast til að það verði.

Nú er verið að lengja viðlegukantinn á Brjánslæk þannig að Baldur eigi betra með að leggjast að.  Ég vona svo sannarlega að málin fari á besta veg. Hér er nýleg mynd af Brjánslækjarhöfn  þar sem framkvæmdir eru í fullum gangi og önnur af ferjunni Baldri sem ég nappaði af Sæferðavefnum.

Brjánslækjarhöfn
Ferjan Baldur

 

 


mbl.is Vetrarferðir yfir Breiðafjörð leggjast af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband