Ég mæli með honum þessum.

Góðan daginn gott fólk. Hér kemur uppskrift - ómótstæðilega góður kjúklingaréttur sem ég gerði í fyrsta skipti á föstudagskvöldið og mun örugglega gera aftur. Þessi réttur er  einfaldur, fljótlegur og örugglega barasta bráðhollur.

 

2-3 stórar sætar kartöflur, afhýddar og skornar í frekar litla bita.

1 poki spínat

4 kjúklingabringur, skornar í bita.

1 krukka fetaostur

c.a 4 matskeiðar furuhnetur

salt og pipar

Balsamik edik.

Marinerið kjúklingabitana í edikinu, + salt og pipar.  Setjið kartöflubitana í botn á eldföstu formi, setjið spínatið þar yfir.  Hellið olíunni af fetaostinum yfir.  Þá koma kjúklingabitarnir og fetaostinum dreift yfir.  Að lokum eru furuhneturnar settar yfir réttinn.   Bakið í ofni við 190 °C í ca 40-50 mín. 

Gott að nota með þessu hrásalat, hrísgrjón og eða brauð.

Frískandi drykkur með:   1 ferna af mildum morgunsafa og 1/4 l. sódavatn.  Fínt að hafa útí 4-5 frosin jarðaber og smá af appelsínusneiðum. Þetta er bara úr mínu höfði þessi blanda og  hlutföllin eru ekki svo heilög.

Örugglega líka gott að hafa gott hvítvín með, fyrir þá sem vilja,  kannski eitthvað sætt en er  annars ekki viss með það.

Verði ykkur að góðu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

girnilegt

Hólmdís Hjartardóttir, 4.5.2008 kl. 11:04

2 Smámynd: Guðný

Set þessa í uppskriftamöppuna.

Guðný , 4.5.2008 kl. 14:07

3 identicon

Besti kjúklingaréttur sem ég hef smakkað, æðislega góður, nammi namm:P

Þórunn Berg (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.