Sumardýrð

Í sumar langar mig að fara meira um mitt nánasta umhverfi.  Hér í nágrenninu er margt að sjá og fallegar gönguleiðir.  Hægt er að fara í skipulagðar ferðir sem m.a má sjá á yfirliti yfir  á vef Ferðafélags Íslands http://www.fi.is eða bara rölta þetta sér og sjálfur með sínu fólki.  Fallegir staðir og gönguleiðir sem eru ekki alltof erfiðar og því ættu flestir að ráða við þær.  Hér á svæðinu eru gullnar sandstrendur, grýttar hlíðar, grösugir og kjarri vaxnir dalir, þverhnípt bjarg, fagrir fossar svo að það er úr ýmsu að velja.  Dásamlegt alveg.  Hér eru myndir frá liðnu sumri - manni er svo sannarlega farið að dreyma um sumardýrðina.  Þessar myndir voru  teknar hér í nágrenninu og staðinn ættu nú örugglega  einhverjir að kannast við.

GiliðVið fossinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna

Ég þarf örugglega að skoða þessi myndamál betur þannig að myndirnar fylli út í rammann en kann það ekki ennþá

Anna, 1.5.2008 kl. 10:45

2 identicon

Þær eru fallegar Anna.

Þetta er svo rétt hjá þér.

Landið er ótrúlega fagurt ekki síður nær en fjær.

Jenta (IP-tala skráð) 1.5.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband