Perlurnar í kassanum.

Ég hef aldrei ætlað mér að sanka að mér dóti.  Er meinilla við það.   Alls kyns dóti sem hefur enga þýðingu en  maður tímir ekki að henda, -  heldur sig örugglega munu nota síðar en gerir það svo aldrei.  Í upphafi er dótið auðvitað bara bráðnauðsynlegt en þegar það hættir að vera það á einhverjum tímapunkti fer það í geymsluna og  er svo endurskoðað með ákveðnu millibili. Eitt og annað er þó nauðsynlegt að geyma, er bara partur af lífi manns og verður aldrei hent.

Eins og ég hef áður komið að er ég bókakerling, bókum hendi ég aldrei, það er bara ekki inni í myndinni.  Ég var að ná í bók sem ég vissi af í kassa þegar ég rakst á perlur sem bókamaðurinn mikli í fjölskyldunni hann Bjössi  heitinn gaf okkur systkinunum forðum daga.  Þetta eru smákver með ævintýrum sem heita:

Karlinn frá Hringaríki og kerlingarnar þrjár, -  Svanhvít Karlsdóttir, - Stjörnuspekingurinn, -  Sagan af Ásu, Signýju og Helgu,  - Karlsson, Lítill, Trítill og fuglarnir,  - Sagan af Líneik og Laufey og loks Hlini Kóngsson (ekki y  í nafninu) en sú saga var algjörlega mitt uppáhald.

Þessi litlu ævintýrakver voru gefin út uppúr 1920 af Bókaverslun Þorsteins Jónssonar á Akureyri að því kemur fram á kápunni.  Maður drakk í sig ævintýrin dularfullu þar sem söguþráðurinn  er oftast sá að sögupersónan er numin á brott af trölli og huguð sál frelsar viðkomandi úr prísundinni hafandi beitt klækindum til að villa um fyrir tröllinu.  Þetta las ég svo fyrir krakkana mína hérna í den enda sígilt efni á ferðinni að mér finnst.  Já mér fannst gaman að rekast á þessar gömlu perlur og kíkti aðeins á nokkrar þeirra áður en þær fóru aftur í kassann og bíða þess að gleðja litlar ævintýraþyrstar sálir eða bara mig einhverntíma síðar meir, gamla ævintýraþyrsta sálina Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný

Aldrei að henda neinu. Bara smá grín. Allavega ekki bókum.

Hefurðu ekki heyrt af manninum sem var að flytja héðan og fór í tiltekt í bílskúrnum og henti þar öllum kössum. Þegar frúin spurði um geymsludótið sagðist hann hafa hent því hún hefði ekki þurft á því að halda sl. 10 ár.

Guðný , 29.4.2008 kl. 10:06

2 identicon

Sælar stelpur, Anna og Guðný,

Ég má til með að uppljóstra einu - þið þekkið báðar hana mömmu , hún kenndi mínum börnum eina reglu sem vitnað er mikið í " Í ömmu sveit er ekki vani að henda neinu".  Þetta er örugglega úr Patreksfirsku lofti, það er nefnilega svo langt síðan ég flutti að ég er menguð af því að henda.....enda blöskrar móður minni hve hendaglöð ég er  en bókum hendi ég ekki og á mínar bækur frá bernsku....og það mikið af þeim.

Kveðja frá Sólveigu

Sólveig Ara (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 23:17

3 Smámynd: Anna

Ég man ekki eftir að hafa heyrt um þennan mann  Guðný, hann hefur ekki viljað fá sama "landslag" í geymsluna á nýja staðnum  þessi   En Sólveig, skemmtilegt með ömmusveitina. Það má segja að  þarna er mömmum okkar kannski rétt líst, ég á eina svona  þær hafa upplifað aðra tíma en við höfum gert  í alsnægtunum.  En við "megum nú eiga það" allar saman að við lítum ekki á bækur sem drasl  -  en takk annars fyrir commentin skvísur.

Anna, 30.4.2008 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.