Færeyjar

Ég var að horfa á RUV, - áhugavert viðtal Boga Ágústssonar við Magne Arge forstjóra Atlantic Airways sem er eitt stærsta fyrirtæki Færeyja.  Hann er mikill áhugamaður um aukna samvinnu milli þessara tveggja eyþjóða.  Ég er sama sinnis - ég er  hrifin af aukinni samvinnu okkar á sem flestum sviðum.  Vildi bara að það kostaði minna að ferðast á milli Smile   Færeyingar eru gestrisið og yndislegt dugnaðarfólk. Ég tengist eyjunum  órjúfanlegum böndum í gegnum krakkana mína sem eru ættuð þaðan að 1/4.  Hef kynnst  þarna eðalfólki sem hefur átt í mér hvert bein.  Fjöldinn allur hefur sömu sögu að segja og ég, það er einstök upplifun að ferðast til Færeyja og kynnast landi og þjóð.  Ég vona svo sannarlega að samvinna og samgangur eflist meðal okkar frændþjóða í nánustu framtíð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Ég kem oft til Færeyja og þykir alltaf gaman að koma þar.Fyrsta skiptið sem ég kom þar þá stoppuðum við í hálfan mánuð,vorum í heimsókn hjá vinahjónum vorum með bíl og keyrðum um megnið af eyjunum og það var frábært.Færeyingar eru gott fólk og gaman að heimsækja þá.

Guðjón H Finnbogason, 22.4.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband