Þarna lá hann, lítill og sætur.......
18.4.2008 | 19:55
Lét svo lítið yfir sér en sagði samt svo margt. Sem sagt bæklingurinn sem lá í ganginum hjá mér þegar ég kom heim Þetta var smápési frá bænum, jákvætt og lofsvert framtak svona útgáfa - endrum og eins a.m.k. - Þetta er svo sem allt á netinu en ekki þó alveg - fullt af fólki sem er ekki í tölvu og þarf því að geta fylgst með því sem er að gerast. Já þarna var það helsta kynnt sem er á döfinni í sumar í framkvæmdum og þ.h á vegum bæjarfélagsins. Ég rak augun í Listasmiðju sem fyrirhugað er að starfrækja hér í sumar í tengslum við vinnuskóla bæjarins. Þetta vona ég að verði og að vel takist til með. Flott að ýta undir að krakkar fái að tjá og skapa. Heljarinnar upptalning verkefna, sumu er nú þegar verið að vinna að og annað á döfinni. Hér á að klára sorpsöfnunarsvæði sem er vel á veg komið og verður hið snyrtilegasta að mér sýnist, það á að endurbyggja götu, vinna í skólalóð og fleira og fleira. Já sumarið lofar góðu. Í dag naut fólk veðurblíðunnar, klippti limgerði og hreinsaði til. Börnin hoppuðu alsæl á trambólínum í görðum og þvottur blakti á snúrum. Bara bjútí
Svo er bara tilvalið að hlusta á þetta og koma sér í vorhreingernirgarstuðið:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.