Mánuðurinn apríl.

Apríl er fallegur vormánuður því verður ekki neitað.  Það birtir og hlýnar, við fyllumst orku eftir veturinn, líf kviknar já og vaknar  af dvala. Þá styttist í að fuglsungar sjáist á stjái, tré farin að bruma og svo má lengi telja. 

April/Aprillis var helgaður ástargyðjunni Venusi.  Ein skýring á nafni mánaðarins er að það sé dregið af nafni Afródítu sem samsvaraði Venusi í grískri goðafræði.  Önnur skýring er sú að nafnið sé myndað af orðinu "aprerire" sem þýðir að opna og tengist því hugsanlega  að þetta sé mánuðurinn sem brum tók að opnast.  Apríl mánuður var annar mánuður í  gömlu tímatali en varð sá fjórði þegar Rómverjar til forna fóru að nota Janúar sem fyrsta mánuð.  Á mörgum stöðum í heiminum er þetta tími gróðursetningar og páskarnir eru oftast nær í apríl.  

Já apríl er fæðingarmánuður minn og í þeim skilningi má segja að ég og hann séum eitt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg að koma !

Við aprílungar verðum bjartsýnni og öflugri með hverjum deginum, aukið  birtustig, (maður spyr sig með hitastigið )fjölgun farfugla sem koma þreyttir úr hafi og snúa sér strax að því að búa í haginn fyrir heimilið, öll náttúran sýnir merki þess að hún er meðvituð um að það er á næsta leyti. 

Það nánast heyrist í því hinumegin við hornið. Velkomið verði vorið !

Jenta (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.