Skrýtið.

Laugardaginn 5. apríl voru Náttúruverndarsamtök Vestfjarða stofnuð á Ísafirði og það í sjálfu sér hið ágætasta mál.  Ég sá einhverja umfjöllun stuttu áður um að þetta stæði til, og sólahring áður kom dreifibréf inn um lúguna hjá íbúum hér.  Ég veit  að hér leynast náttúruverndarsinnar eins og annarsstaðar.  Tímasetning þessa stofnfundar er verulega  sérstök í ljósi þess að samkvæmt dagatalinu styttist óðum í að stysta leiðin fyrir fólk hér  sunnan Arnarfjarðar verði greiðfær til Ísafjarðar. Fyrir fólk á sunnanverðum Vestfjörðum hefði það þurft  að panta sér einkaflugvél, keyra vel á sjöundahundrað km.  eða taka flugið Bíldudalur/Reykjavík/Ísafjörður til að komast á fundinn.  Sem sagt  sá tími sem þarf að menga sem mest til að komast á Ísafjörð ef út í það er farið. Ég sá ekki að það væri boðið uppá að vera með á fjarfundi.   Ofangreind samtök voru til á árum áður en hafa verið óvirk í 20 ár eftir því sem mér skilst, hugsanlega hafa engir sunnan Arnarfjarðar verið í samtökunum fyrir, fluttir eða andaðir, maður spyr sig.  Það er auðvitað gott og gilt að samtökin séu endurlífguð og þeim er hér með óskað alls hins besta,  en mér fannst tímasetningin skrýtin, - líklega bara hugsunarleysi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er klárlega ekki hugsunarleysi heldur pjúra ásetningur til að reyna að kljúfa sunnanverða vestfirði endanlega frá norðursvæðinu.  Þeir vilja ekkert af okkur vita, sem er kannski bara ágætt.

Guðmundur Viðar (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.