Íslensku menntaverðlaunin 2008
7.4.2008 | 08:45
Með blaði sem kom inn um lúguna hjá mér á dögunum fylgdi lítið spjald. Á spjaldinu var m.a hvatning til okkar um að við vektum athygli á því sem vel er gert. Þetta átti við um hvatningu til fólks um að það sendi inn tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna, flokkarnir eru fjórir:
1. Skólar sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi.
2. Kennarar sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt hafa skarað framúr.
3. Ungt fólk sem í upphafi kennsluferils hefur sýnt hæfileika og lagt alúð við starf sitt.
4. Höfundar námsefnis sem stuðlað hafa að nýjungum í skólastarfi.
Tilnefningar má t.d senda á netfangið menntaverdlaun@forseti.is og í síðasta lagi 14.apríl.
Ég hvet þá sem lesa að vera með í þessu. Það heyrast stundum þær raddir að það eigi ekki að verðlauna fólk fyrir að vinna vinnuna sína en ég er þessu ekki alltaf sammála. Það má vel verðlauna það sem vel er gert á ýmsum sviðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.