Hönnun

Það er oft gaman að skoða flotta hönnun.  Hver er galdurinn á bakvið snilldarhönnun sígildra hluta ?  Það er gaman að skoða og velta þessu fyrir sér. Að "brainstorma" er líklega  nauðsynlegt í allri hönnun, eða iðka þankahríð - nota allar hugmyndir og festa niður á blað, útlit, notagildi,- finna lausnir.  Það getur verið langur vegur frá hugmynd að framleiðslu.  Þetta er örugglega feikilega spennandi get ég ímyndað mér.

  Fyrir mörgum árum vann ég á stað þar sem gamlir, kantaðir, fyrirferðamiklir stólar voru í kjallarnum í rými sem var lítið umgengið af öðrum en starfsmönnum.  Eiginlega geymslurými.  Mér fannst þessir stólar nú dálítið sérstakir - vöktu allavega athygli mína.  Þeir voru með hnausþykku leðri í sæti og baki.  Leðrinu var fest með lykkjum á pinna í stólunum.  Erfitt að lýsa þessu svo vel sé enda skiptir það ekki öllu hér. Stólarnir voru farnir að láta á sjá, leðrið  ljósbrúnt og orðið blettótt í sessunum.  Ég rakst á umfjöllun um stólana í blaði með mynd af einum slíkum.  Þetta var þá stóll  eftir íslenskan hönnuð sem hafði í fyrsta skipti á íslandi notað  nautsleður, eða hvort það var af buffalo, man það ekki nákvæmlega, en leðrið var innflutt frá Bandaríkjunum.  Þarna kom í ljós að þessir gömlu lúnu stólar í kjallaranum áttu sér merkilega sögu. Ég færði þetta í tal við yfirmann, mig langaði að kanna hvort þessi vitneskja væri til staðar hjá eigendum fyrirtækisins.  Ég fékk ekki botn málið og það gleymdist. Kanski að þeir leynist enn þarna  í kjallaranum, hver veit.  Ég vona þó að þeim verði sýnd tilhlýðileg virðing.  Það væri gaman að fá upplýsingar um hvaða hönnuður þetta var og nafnið á stólnum - það man ég alls ekki lengur og finn ekki upplýsingar um það.

Hér er vefur með ýmissi hönnun sem gaman er að kíkja á :  www.inmod.com

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband