Vorstilla

Þessi mánuður er sannkallaður vormánuður.  Veðrið oftar en ekki fallegt og stillt eins og akkúrat í dag  og lífið að kvikna og  vakna úr dvala.  Ein skýring á nafni mánaðarins er  að það sé komið af nafni Afródítu, sem samsvaraði  Venusi í grískri goðafræði.  Önnur skýring er sú að nafnið  apríl sé myndað eftir orðinu "aperire"  sem þýðir "að opna" og tengist því hugsanlega að apríl  sé mánuðurinn sem brum opnast. - Þessi mánuður er fæðingarmánuður minn og því má segja að ég og hann séum eitt að því leitinu til.

Um hádegisbil fór ég að sækja farþega  í flug.  Því var ferðinni heitið í Arnarfjörð þar sem sá flugvöllur sem við notum í dag er staðsettur.  Það er alltaf gaman að keyra þessa leið yfir heiðina Hálfdán á góðum degi  og sjá fegurð Arnarfjarðar  blasa við - Maður sér yfir að Hrafnseyri og Auðkúlu. Fjallasýnin er hrikaleg með Kaldbak trónandi þarna yfir,  hæstan fjalla á Vestfjörðum.  Snjór er enn nokkur efst í fjöllum og klakaklammi í klettum.  Á leiðinni smellti ég mynd  af flottum bunka  með stórum grýlukertum sem vöktu hrifningu litla frænkuskottsins sem var með mér í ferðinni.  Útsýnið á heimleiðinni var ekki síðra,  - firðirnir fallegir í logninu.

klakabönd

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.