Ekki ráð nema í tíma sé tekið.
4.4.2008 | 16:40
Sumir eru að huga sterklega að ferð til Eyja á Þjóðhátíð. Ég fékk bréf í dag með svoleiðis pælingum, með fylgdi boð um að vera með í pöntun á svona múnderingu. Hver veit nema að maður slái til Ég er viss um að margir verða nokkuð æstir í að eignast þetta geggjaða outfit og þá má eflaust redda upplýsingum fyrir viðkomandi um hvar þetta er prjónað
Þetta er að sjálfsögðu prjónað úr Íslensku ullinni og ef grannt er skoðað sjást Lundar í munstrinu.
Athugasemdir
Er þetta ekki fótboltabúningur þeirra Eyjamanna? Ég hefði nú haldið það!
Spurning um að panta einn.
Júdas, 4.4.2008 kl. 21:13
Hver veit nema að þeir spili í þessu, gæti verið skýring ef gengið er slakt - að þeir séu að farast úr hita. En já ....þú ert kominn á blað. Annars fannst mér svo gráupplagt að skella þessu á bloggið-geggjuð hugmynd alveg að prjóna ullarstuttbuxur !!
Anna, 4.4.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.