Í morgun...
2.4.2008 | 22:41
Það var sem sagt að ég dreif mig í morgun og naut mín ein í líkamsræktarsal Bröttuhlíðar en svo fór að fjölga í salnum, sem betur fer auðvitað og það alveg um nákvæmlega eina manneskju . Nýju græjurnar eru fínar. Ég var þó hrifnust af upphífingartæki sem var eitt af þessum splunkunýju. Handviss um að það svínvirkar . Það voru reyndar óvenjufáir akkúrat í morgun, það er nú ekkert eins og stöðin sé ekki vel sótt, öðru nær. Þetta var hressandi og á eftir sest maður svo niður í móttökunni og slakar pínu á yfir kaffibolla áður en haldið er í vinnuna. Bara notalegt.
Fyrir þá sem hugsanlega lesa þetta en hafa ekki komið á staðinn þá er flott að kíkja í sund/sal jafnvel eftir hring á golfvellinum hér innar í firðinum - já hér er öflugur kúbbur og alveg feikna fínn golfvöllur, vantar ekkert uppá það
Í hádeginu knúsaði ég svo litlu múlluna hana Rakel Söru sem birtist hér óvænt með foreldrum sínum í gær, ömmum, öfum og öðrum ættingjum til mikillar gleði. Sú hefur stækkað, komin með tennur og alles - okkur kom ágætlega saman frænkunum þó nokkuð sé liðið frá síðasta hittingi þar sem daman er flutt á suðurhornið
Athugasemdir
Sæl nafna og takk fyrir samþykkið. Gaman að lesa bloggið þítt.
Brattahlíð er nafnið á nýlegu íþróttahúsi okkar Patreksfirðinga og varð hlutskarpast í samkeppni um nafn. Á þessum stað stóð áður bústaður Sýslumanns en það hús varð síðar safnaðarheimili og hafði heitið þessu nafni.
Anna, 3.4.2008 kl. 11:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.