Vindsperringur.

Það var ekki freistandi að fara út í morgun, hvika á firðinum og kalsalegt um að litast. Það sló andartak á vorhuginn  sem farinn var að hreiðra um sig í sálinni  en sú tilfinning stóð stutt.   Sjófuglarnir ólmast í vindsperringnum, virðast njóta þess að  svífa yfir öldunum.  Stundum held ég að þetta sé þeirra uppáhaldsveður. Hrafnarnir sem tylla sér venjulega á ljósastaura og þakskegg, krunka þar hver í kapp við annan, taka þátt í leik sjófuglanna og nýta sér vindinn.  Þeirra líkamlega þjálfun fyrir undirbúning hreiðurgerðar, varps, slaginn við að verja litla bústna hnoðra og afla fæðu ofan í ofursmáa goggana.

Við getum líka nýtt kraft vindsins og hlustað eftir vorinu Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

flott blogg

Þórunn (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: Anna

Takk vinan  - Kv. Mamma

Anna, 31.3.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.