Skoðunarferð til "Sjóræningja"

Áður en ég slekk á tölvunni og tek til við annað stúss þá má ég nú til með að tjá mig um það sem fyrir augu bar í göngutúrnum  sem ég talaði um í gær.  Við fórum sem sagt til þeirra hjóna Öldu og Davíðs sem voru að vinna í gömlu smiðjunni sem á að hýsa Sjóræningjasafnið. (www.sjoraeningjahusid.is) . Eins og ég sagði frá hefur gamla smiðjan sett svip sinn á bæjarmyndina  í áratugi, yngsti hlutinn var byggður 1920, þannig að það er ansi langur tími.   Ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma komið inn í þessa smiðju þannig að þetta var ákveðið upplifelsi.  Verið var að vinna í rýminu sem á að hýsa byrjun sýningar í sumar og veitingaaðstöðu. Hið eiginlega Sjóræningjasafn og sýning verða svo opnuð þarnæsta sumar í stærra rými sem enn þarf töluvert að laga til.  Þar inni er fullt af gömlum tækjum og tólum Vélsmiðjunnar, partur innréttinga og fl.  Sumt verulega merkilegt að sjá.  Ég verð að játa að ég hreyfst af hugmyndinni þegar þau Alda og Davíð voru að lýsa fyrir okkur því plani sem unnið er eftir við gerð safnsins og þeim ótal möguleikum sem svæðið þarna við Vélsmiðjuna bíður uppá. Ég man eftir bryggjunni sem var þarna út af og hér áður fyrr var önnur bryggja aðeins utar þar sem stór skip lögðust að - enda aðdjúpt,- já miklir möguleikar þarna.  Það er ljóst að þegar farið er út í verkefni af þessari stærðargráðu í svona litlu samfélagi telst móralskur meðbyr  ómetanlegur styrkur.  Mér heyrist hann vera til staðar sem betur fer. Alda hefur í undirbúningi þessa tryggt sér aðkomu fagfólks svo sem sýningarhönnuðar, landslagsarkitekts og fl. -   Ég óska  fólkinu og framtakinu alls hins besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.