29. mars.
29.3.2008 | 18:02
Ţessi dagur er margfaldur afmćlisdagur í familíunni. Ađ minnsta kosti ţrír í henni fćddir ţennan dag. Viđ sonur minn skruppum á spítalann hér í bć. Ţar dvelur aldursforseti fjölskyldunnar fćddur 1915 sem ađ sjálfsögđu fékk koss á kinn í tilefni dagsins. Hann var hinn hressasti og sat og spjallađi viđ okkur mćđgin yfir kaffibolla. Sagđi m.a frá siglingu sem hann fór í međ Heklunni í kringum 1950 til Bilbao á Spáni. Ţetta var í allt ţriggja vikna túr og mikiđ upplifelsi. Ég reikna međ ađ ţetta hljóti ađ hafa veriđ ein af fyrstu ef ekki fyrsta eiginlega sólarlandaferđ ţess tíma. Á viđkomustađ var gist í skipinu og gat fólk borđađ ţar ef ţađ vildi. Evrópa var ađ jafna sig eftir stríđsátök og allt ađ lifna viđ. Já ţađ er gaman ađ heyra hann segja frá ţessari ferđ - augun ljóma viđ minningarnar.
Nú geri ég pásu í blogginu, ţrjár fćrslur í dag......ekkert vit íđessu !!!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.