Hættiði nú alveg að segja frá !

Þetta var það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég leit út um gluggann  þegar ég vaknaði.  Aðeins hafði hvítnað yfir.  En......sólin skín glatt og því er ekkert að óttast.  Vorið ER komið.  Ég sit hér og dreypi aðeins á kaffi áður en ég fer út í sólina.   Um kl. 11:00 hittumst við samstarfsfélagar og tökum laugardagsgöngutúrinn.  Vorum komnar í rútínu með það að hittast -  þær sem gætu á hverjum laugardegi á ákveðnum stað í bænum.  Ég hef ekki farið um skeið en ætla í dag.  Ætlunin er að ganga bæinn á enda og kíkja inn til þeirra "Sjóræningja".  Það er fólk hér í bæ að undirbúa opnun sjóræningjasafns sem lofar verulega góðu.  Kona héðan Alda Davíðsdóttir  hefur unnið að þessu verkefni samhliða námi í ferðamálafræðum og fengið aðila í lið með sér.  Þetta safn á að opna í sumar í bráðskemmtilegu húsnæði sem setur svip sinn á eyrina hér og hefur gert í áratugi.  Gamla vélsmiðjan á að hýsa safnið.  Í smíðum er heimasíðan www.sjoraeningjahusid.is þar sem á að verða hægt að fylgjast með málinu.  Reyndar er hún orðin skoðunarhæf að einhverju leyti. 

Þetta er spennandi verkefni hjá Öldu og félögum og við bæjarbúar fylgjumst áhugasöm með.  Í dag er opið hús hjá þeim eins og kemur fram á www.patreksfjordur.is og við gönguglaðir samstarfsfélagar ætlum sem sagt að detta þarna inn og heilsa uppá fólkið, við  í göngutúrnum.Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.